Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 Heilsa og hreyfing S umir hafa græna fingur en það er fólkið sem allt blómstrar í höndunum á. Mikil vinna liggur að baki góðri uppskeru og fallegum garði en flestir sem stunda garðyrkju og ræktun gera það ánægjunnar vegna. Þeir halda því oft fram að þeim líði best í garðinum og ná sumir einhvers konar hugleiðu- ástandi eða ná að minnsta kosti að róa hugann verulega á meðan ver- ið er að reyta arfann í garðinum. Blaðamaður veit meira að segja um eina manneskju sem býðst til þess að reyta arfa í garðinum hjá vin- um sem eru ekki garð- yrkjulega sinnaðir til að fá þessi góðu áhrif. Ekki er nóg með að störfin í garðinum láti fólki líða vel heldur eru þau orðin að við- urkenndri meðferð. Garðræktarþerapía (e. horticultural therapy) hefur lengi verið við lýði. Benjamin Rush, einn af þeim sem skrifuðu undir sjálf- stæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og er sagður vera faðir bandarískra geðlækninga, var fyrstur til að skrásetja jákvæð áhrif garðvinnu á einstaklinga með geðsjúkdóma. Meðferð og samfélagslegt gildi Á árunum eftir stríð varð garð- ræktarþerapía ekki lengur notuð aðeins á andlega sjúkdóma heldur með góðum árangri á stríðshrjáða hermenn. Núna er meðferðin not- uð á margan mismunandi hátt, til uppbyggingar einstaklinga og sam- félaga. Garðræktarþerapía er notuð til að hjálpa einstaklingum til að læra eitthvað nýtt eða í endurhæfingu. Sannað hefur verið að hún bæti minni og andlega getu, tungu- málahæfileika og fleira. Hún hefur ekki bara áhrif á andlega sviðið heldur getur hún styrkt líkamann, bætt samhæfingu, jafnvægi og út- hald. Meðferðina er hægt að nota með sérhönnuðum görðum, til dæmis hafa verið búnir til sérstaklega vellyktandi garðar fyrir blinda þar sem hægt er að þefa og snerta. Ennfremur hefur meðferðin verið notuð fyrir börn með einhverfu, fatlað fólk og eldra fólk sem þjáist af elliglöpum af einhverju tagi. Hvað samfélagslegt gildi garð- ræktar varðar hefur hún verið not- uð í fangelsum og til þess að hjálpa föngum að aðlagast lífinu utan múranna eftir að þeir sleppa út. Nýleg könnun gerð fyrir Nation- al Gardens Scheme í Bretlandi leiddi í ljós að 39% aðspurða sögðu að það að vera í garði léti þeim líða betur á meðan 79% trúa því að aðgengi að garði sé nauðsynlegt fyrir almenna vellíðan. Gott mótvægi við skrifstofuvinnu Garðyrkja er sérstaklega góð fyrir fólk sem er bundið við skrifborðið alla daga. Það er gott að reyna á sig líkamlega og anda að sér frísku lofti fyrir fólk sem situr inni í vinnunni. Það að rækta eitthvað er líka sérlega gefandi bæði andlega og líkamlega og veitir ákveðna tengingu við hringrás lífsins. Ákveðin fegurð felst líka í blóm- unum sem lifna við af fræi og trjánum sem bruma á vorin. Svo bragðast heimaræktað grænmeti auðvitað betur, það er líka svo nýtt þegar það fer á disk- inn. Ræktun getur sameinað fjöl- skyldur, jafnvel þó að þátttaka yngstu meðlimanna felist mest í því að borða uppskeruna. Börn hafa reyndar sérstaklega gaman af því að vökva. Þeir sem hafa ekki stóran garð eða gróðurhús geta byrjað á því að prófa að rækta kryddjurtir í eldhúsglugganum. Leiðbeiningar við ræktun þeirra er að finna hér til hliðar. GARÐRÆKTARÞERAPÍA FYRIR ANDLEGA OG LÍKAMLEGA HEILSU Græn vellíðan Það er gott að reyna á sig lík- amlega og anda að sér frísku lofti fyrir fólk sem situr alla daga inni í vinnunni. Getty Images/iStockphoto VINNA Í GARÐINUM LÆTUR FÓLKI LÍÐA BETUR OG AÐGANGUR AÐ GRÆNUM SVÆÐUM GERIR MIKIÐ FYRIR HEILBRIGÐI FÓLKS. SÉRSTÖK GARÐRÆKTARÞERAPÍA ER JAFNFRAMT MIKIÐ NOTUÐ TIL ENDURHÆFINGAR OG LÆRDÓMS. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is * Flestir sem stunda garðyrkjuog ræktun gera það ánægj-unnar vegna. Þeir halda því oft fram að þeim líði best í garðinum og ná einhvers konar hugleiðu- ástandi þegar arfinn er reyttur. Garðyrkjufélag Íslands býður upp á tveggja kvölda námskeið í ræktun og umhirðu gróðurs í sumarhúsalandinu miðvikudaginn 18. mars og fimmtudaginn 19. mars frá kl. 19.30 til 22. Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um val á fjölbreyttum gróðri í sumarhúsalandinu og sérkenni tegunda með tilliti til ólíkrar notkunar og þarfa. Nánar á gardurinn.is. Gróðurinn í sumarhúsalandinu Önnur ástæða þess að garðvinnan lætur fólki líða vel eru örverur sem finnast í jarðveginum. Mycobacteri- um vaccae hafa svipuð áhrif á heil- ann og prozac. Þessar örverur örva serótónínframleiðslu sem hjálpar fólki að slaka á og lætur því líða bet- ur. Til að fá þessi góðu áhrif þarf bara að leika sér aðeins í moldinni. Flestir garðyrkjuunnendur þekkja þessi góðu áhrif en gaman er að fá þau staðfest með rannsóknum. Há- skólinn í Bristol er einn þeirra sem hafa rannsakað þetta. Í hefðbundinni garðvinnu andarðu örverunum að þér, færð þær í þig í gegnum húðina eða jafnvel í gegnum sár. Þessi góðu áhrif geta varað í allt að þrjár vikur í senn. Það að hafa aðgang að grænu svæði getur styrkt ónæmiskerfið og bætt heilsu og ættu því allir að hafa aðgang að slíku heilsueflandi svæði. Í Bretlandi er það þó ekki raunin. Töl- fræði frá Royal College of Nursing sýnir að fólk sem býr á þeim svæð- um sem eru minnst græn deyr að meðaltali sjö árum á undan þeim sem búa þar sem almenningsgarðar, tré og dýralíf er aðgengilegt. ÖRVERUR Í MOLDINNI AUKA HAMINGJU Prozac í garðinum Það er gott að róta í moldinni. Í hefðbundinni garðvinnu andarðu örverunum að þér, færð þær í þig í gegnum húðina eða jafnvel í gegnum sár. Getty Images
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.