Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 52
Skotbakvörðurinn, John Starks, til hægri, var annar leikmaður sem einkenndi vinnusemi New York-liðsins þegar greinarhöfundur eyddi ófáum klukkustundum við að mynda á frægu parketgólfi Madison Square Garden. Hér tekst hann á við Jason Kidd leikstjóra Dallas. * En Mason var ekkiþannig. Ég hafði ekkimætt mörgum sinnum á leiki, og í búningsherbergið, þegar hann byrjaði að heilsa. „How are you, man?“ Og svo kom fimman. Patrick Ewing var leiðtogi liðsins, þekktastur og stærstur, en fámáll utan vallar. Hann náði aldrei í eftirsóttan meistarahring en var nálægt því 1994. Mason gat verið æði ógnvekjandi á velli. Hér lenti Willie Anderson í San Antonio Spurs í honum; Mase tróð yfir hann í leik í Madison Square Garden árið 1994. My man Mase!“ Þannig minnast NewYork-búar þessa dagana óvenju-legrar hetju sem lést á sunnudag- inn var á sjúkrahúsi í New York. Anthony Mason var ekki nema 48 ára gamall þegar hann kvaddi, rúmum tveimur vikum eftir al- varlegt hjartaáfall, svo alvarlegt að talið var að hann þyrfti að fá nýtt hjarta ætti hann að lifa. En það var þetta slitna og baráttuglaða hjarta sem gerði hann að eftirlæti borgarbúa, hjarta sem þeir sem þekktu til mannsins tölu víst að gæfi sig aldrei. En það gaf sig, eins og önnur hjörtu, bara allt of snemma. Anthony Mason var kraftframherji í körfu- boltaliði borgarinnar, The New York Knicks, á næstglæstasta tíma þess, á fyrri hluta tí- unda áratugarins. Í liðinu sem kennt er við miðherjann Patrick Ewing. Mase var einn fjögurra leikmanna sem mynduðu kjarna þess sigursæla liðs sem lék undir stjórn Pats Rileys og náði alla leið í sjöunda leik, odda- leikinn á móti Houston Rockets um meist- aratitilinn árið 1994. Og þá var það Mason sem lék í vörninni mestallan leikinn á móti miðherja Houston, Hakeem Olajuwon, þótt hann væri mun lægri maður. Og stóð vel uppi í hári Nígeríumannsins. Þannig var Mase, gaf ekkert eftir. Og myndaði kjarnann ásamt Ewing, Oakley og Starks – sem hitti aðeins úr tveimur af átján þriggja stiga skot- um í fyrrnefndum úrslitaleik. Hefði eitt skot enn hitt hefðum við unnið titilinn. Þetta voru mínir menn. „My man Mase“ Á þessum árum bjó ég í borginni og Knicks tóku við af Keflavíkurliðinu sem mínir menn í körfubolta. Ég fór að taka myndir á leikjum liðsins í Madison Square Garden-íþróttahöll- inni og hafði af því nokkra atvinnu og gríð- arlega ánægju. Því fylgdi að ég hafði aðgang að búningsklefa liðsins fyrir og eftir leik og gat verið viðstaddur blaðamannafundi Rileys og leikmanna. Þeir komu og fóru, gengu há- vaxnir og hlæjandi um ganga, með heyrn- artól í eyrum og margir hlaðnir gullkeðjum og glingri. Flestir létu sem þeir sæju ekki okkur fréttamenn og ljósmyndara. En Mason var ekki þannig. Ég hafði ekki mætt mörgum sinnum á leiki, og í búningsherbergið, þegar hann byrjaði að heilsa. „How are you, man?“ Og svo kom fimman. Alltaf kurteis, alltaf vin- samlegur. „My man Mase.“ Sex vikum yngri en ég. Ógnvekjandi og furðu fimur Ímynd Masons var samt ekki ljúflingsins. Hann var baráttuhundur, einn sá breiðasti í deildinni, og sagður hærri en var raunin. Á leikskýrslu var gefið upp að hann væri sex fet og sjö tommur – um tveir metrar – stund- um sex fet og átta tommur, en ég veit betur, við stóðum það oft hlið við hlið. Hann var nær 6-4. En hann var svo sver og sterklega byggður að hann virkaði hærri – og glímdi fyrir vikið oft við mun hærri menn á velli og hafði betur. „Anthony Mason var hinn fullkomni Pat Riley-leikmaður,“ hefur The New York Tim- es eftir fyrrverandi þjálfara hans frá ung- lingsárum. „Hann var óstöðvandi og ógnvæn- legur. Hann gerði hvað sem var til að læsa andstæðingana inni varnarlega. Þeir Oakley, Starks og Ewing gáfu liðinu þetta einkennis- viðmót sem var þá kennt við New York. Mason glímdi alla tíð, segja sérfræðingar nú, við áhrif þess að faðir hans yfirgaf hann þegar hann var ungur. Það er dæmigerð saga svartra íþóttamanna í Bandaríkjunum. Hann fæddist í Flórída en ólst upp hjá móð- ur sinni í Queens-hverfinu í New York og hollusta hans var óskipt við hana. Og athygli vakti strax á þessum árum þegar ég sá til, og síðar, hvað hann var góður sonum sínum tveimur. Báðir hafa átt feril sem körfubolta- menn. En Mason lynti ekki við yfirvöld af neinu tagi; hann gat ekki horfst í augu við Riley þegar hann sagði honum til og starði frekar út í salinn, upp í rjáfur, eða blikkaði okkur ljósmyndarana sem sátum við hliðina á körfunni. Hann beið þess að komast í leikinn að nýju þar sem hann gat verið æði ógnvekj- andi, enda lék hann andstæðinga oft grátt. Á höfuð sitt hafði rakarinn iðulega skorið skila- boð til umheimsins í hárbroddana. Leið Ma- sons inn á gólf Madison Square Garden hafði heldur ekki verið auðveld; háskólalið hans Tennessee State gerði engar rósir, þá lék hann í þrjú ár í Evrópu og í neðri deildum í Bandaríkjunum, þar til hann var tekinn inn í New York-liðið árið 1991, þegar Riley tók við því. Hann fékk tækifærið eftir að hafa í sýn- ingarleik í úthverfi borgarinnar rifið niður frákast, rakið boltann upp allan völl, með miklum tilþrifum, og síðan troðið yfir mið- herja andstæðinganna sem var nær 220 cm hár. Mason var örvhentur og furðulega fimur með boltann miðað við hæð og breidd. Ólík- indatól. Holdgervingur baráttunnar Anthony Mason var aldrei ein af stór- stjörnum NBA-deildarinnar. Árið 1995 var hann valinn „besti sjötti maðurinn“, semsagt besti varamaður deildarinnar – skoraði um 10 stig í leik og var með 56 prósent skotnýtingu – en ári síðar skipti New York-liðið honum út fyrir Larry Johnson frá Charlotte, betri skorara en mun lakari frákastara og varn- armann. Þá var farið að þynna sál liðsins út. Þá var ég líka farinn frá borginni, fékk leiki liðsins á spólum í einhver ár en það vantaði alltaf eitthvað þegar Mason var farinn. Svo hurfu þeir á braut, Oakley, Starks, Ewing, menn sem vissu að sigrar byrja með vörn- inni, hvers virði liðsheild og samstaða er, mikilvægi þess að berjast hver fyrir annan. Nokkuð sem núverandi leikmenn liðsins skilja ekki, enda árangurinn eftir því. Mason lék alls í 13 ár í NBA-deildinni og hætti árið 2013. Síðan var hann sonum sínum ráðgjafi, hann starfaði í tryggingageiranum, og bætti á sig kílóum, segja fréttir. Að lokum gaf hjartað sig – einhverjir ýja að því að hættulegum vaxtarbótarefnum á unglings- árum kunni að vera um að kenna, sem kæmi ekkert á óvart. En hvað sem gerðist þá er eftirsjá að þessum aðdáunarverða leikmanni, manninum sem heilsaði í búningsklefa Knicks-liðsins, manni sem vann sig út úr fá- tækt heimahverfisins með því að nýta til fullnustu hæfileika sína í íþróttum og varð ít- urvaxinn holdgervingur baráttunnar og sig- urviljans. Baráttuglaður og ódæll hjartaknúsari ANTHONY MASON, SEM LÉST UM LIÐNA HELGI 48 ÁRA GAMALL, VAR EKKI EIN AF STÓRSTJÖRNUM NBA-DEILDARINNAR Í KÖRFUBOLTA. SEM LYKILMAÐUR Í LIÐI NEW YORK KNICKS Á NOKKURRA ÁRA TÍMABILI VARÐ HANN HINS VEGAR AÐ VÖÐVASTÆLTRI ÍMYND BARÁTTUANDANS OG ÞESS HUGARFARS AÐ GEFAST ALDREI UPP. ÞAR FYRIR UTAN VAR HANN VIÐKUNNANLEGUR MAÐUR SEM FANN LEIÐ ÚR FJÖTRUM FÁTÆKTAR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Mason á leið að körfu annars af bestu liðum NBA snemma á tíunda áratugnum, Utah Jazz. „Bréfberinn“ Karl Malone og Corbin reyna að stöðva för hans, til einskis. Febrúarkvöld í Garðinum, árið 1993. Anthony Mason á bekknum, þar sem hann hóf flesta leiki, viðkvæmnislegt bros á vörum framherjans. Minning 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.