Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 10
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 20088 TELplus er 27 mánaða verkefni sem hófst 1. október 2007. Það er styrkt af ESB en eins og nafnið ber með sér (TEL - The European Library) er það unnið í mjög nánum tengslum við Evrópubókasafnið. Heildarkostnaður er áætlaður um 2,1 milljónir evra en Landsbókasafn fær um 94.700 evrur í sinn hlut vegna 25 mannmánaða vinnu- framlags, ferðakostnaðar og kaupa á hugbúnaði vegna ljóslesturs. Alls taka 27 stofnanir þátt í verkefninu og eru þar á meðal tuttugu þjóðbókasöfn, sex rannsókn- arstofnanir og eitt einkafyrirtæki sem er umsjónaraðili verkefnisins. Aðalmarkmiðin eru að: • Nota ljóskennsl (Optical Character Recognition) til að ljóslesa stafrænar myndir af prentefni og koma texta þeirra þannig á tölvutækt form. • Varpa lýsigögnum þeirra gagnasafna sem unnið er með í staðlað OAI lýsigagnasnið og gera Evrópubókasafninu kleift að safna þeim og ljóslesnum texta til að veita aðgang að efninu um TEL gáttina. Verður þá bæði hægt að leita í lýsigögnunum og textanum. • Stuðla að því að varpa lýsigögnum þess efnis sem TEL gáttin veitir nú eingöngu Z39.50 aðgang að í OAI lýsigagnasnið til þess að hægt sé að gera miðlægt efnisyfirlit yfir efnið. • Gera þjóðbókasöfn Búlgaríu og Rúmeníu full- gilda meðlimi að Evrópubókasafninu. Verkefnið skiptist í átta verkþætti en þeir eru: (1) ljóslestur, (2) vörpun lýsigagna í OAI lýsigagnasnið, (3) þýðingar og notkun tungutækni, (4) þjónusta við notendur, (5) sérhæfð notendaþjónusta, (6) inn- leiðing Búlgaríu og Rúmeníu í TEL, (7) kynning á verkefninu og (8) umsýsla og eftirlit. Landsbókasafn tekur þátt í verkþætti eitt með tuttugu mannmánaða vinnuframlagi og verkþætti tvö með fimm mánaða vinnuframlagi. Ljóskennsl er aðferð við að gera texta í stafrænni mynd tölvutækan, þ.e. að nota forrit til að ljóslesa myndina og skila texta sem þar er á tölvutæku formi og þar með nýtanlegan til leitar eða flutnings, t.d. í rit- vinnsluforrit. Í Landsbókasafni gerist þetta þannig að við stafræna endurgerð blaða og tímarita eru stafrænu myndirnar ljóslesnar í sérhæfðu forriti sem nefnist FineReader og er texti hverrar blaðsíðu vistaður sér- staklega og tengdur stafrænni mynd af blaðsíðunni. Þorsteinn Hallgrímsson TELplus Gert er efnisyfirlit yfir textann og það má nota til að leita að orðum sem koma fyrir í textanum og nið- urstöður segja til um í hvaða eintaki og blaðsíðu hann finnst. Í ársbyrjun 2008 hafði Landsbókasafn myndað um 1,64 milljónir blaðsíðna tímarita og dagblaða, sjá http://timarit.is/, og þar af hafa um 800.000 síður verið ljóslesnar. Þegar TELplus lýkur í árslok 2009 er gert ráð fyrir að Landsbókasafn hafi myndað og ljóslesið alls um 2,5 milljónir blaðsíðna. Í heild er áætlað að við lok TELplus verði yfir tuttugu milljónir ljóslesinna blaðsíðna aðgengilegar um TEL gáttina og að lýsigögn flestallra gagnasafn- anna verði komin á OAI form. Þá verður hægt að leita samtímis í OAI lýsigögnum og ljóslesnum texta. Einnig er gert ráð fyrir að þýða lýsingu á þeim gagnasöfnum sem aðgangur er að á tungumál allra aðildarríkja. Allar líkur eru á að þessi markmið gangi eftir. Hvað önnur markmið varðar, þ.e. ýmislegt sem varðar tungutækni, viðbótarþjónustu og endurbætur á TEL gáttinni, er of snemmt að segja til um árang- ur. Fyllri upplýsingar um TELplus verkefnið fást með því að smella á tengilinn: http://www.theeuropeanli- brary.org/portal/organisation/cooperation/telplus/ Abstract TELplus TELplus is a TEL project funded by the European Commission under the eContentplus Programme and coordinated by the National Library of Estonia. There are 27 participants taking part in. the project what started in September 2007 and will finish at the end of 2009. It is another building brick in the creation of Europeana, the European digital library, museum and archive, and is aimed to strengthen, extend and improve The European Library service. This will be achieved by addressing a number of key issues, including improving access through OAI compliancy, making more than 20 million pages from the European National Libraries' digital content available with OCR, improving multilingual search and retrieval and adding services for the manipulation and use of content. The participation in TEL by the National and University Library of Iceland is explained especially concerning the expected outcome, work effort, costs and financial benefits.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.