Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 37
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 35
þannig að hann kæmi þingmönnum að gagni. Þar
var fremstur í flokki Jón Sigurðsson. Á öðru þingi
Alþingis sumarið 1847 bar hann upp hugmynd um
sérstakt bókasafn fyrir þingið. Jón sagði að hann
hefði saknað góðs bókakosts við þingstörfin og
að menn hefðu yfirleitt þurft að eiga mikilvæg rit
sjálfir eða fá þau lánuð hjá öðrum við undirbúning
þingmála. Hann kom því með hugmynd um að
stofnað yrði sérstakt þingbókasafn með helstu ritum
sem þingmenn þyrftu við. Hugmynd Jóns var vel
tekið. Páll Melsteð kammerráð mælti með henni og
benti á að við Alþingi væri hvorki „tilskipana eða
kóngsbréfasafnið, og ei heldur stjórnarráðatíðindin“
og að menn sem þó ættu þessi rit gætu ómögulega
tekið þau með sér á þingið ef þeir byggju langt frá.21
Í lok júlí var svo samþykkt bænaskrá til konungs þar
sem kom fram að nauðsynlegt væri fyrir Alþingi að
eiga safn af ýmsum nauðsynlegum ritum, m.a. um
„ýmsar greinir stjórnfræðinnar yfir höfuð, um hagi
og efni, bæði lands vors sér í lagi, og Danmerkur og
hinna skyldustu landa í grend við oss“.22 Friðrik VII.
Danakonungur tók jákvætt í tillögu þingmannanna
og var konungsúrskurður þess efnis birtur á fundi
Alþingis í júlí 1849.23 Bókasafn Alþingis var því sett
á stofn og beitti Jón Sigurðsson sér aðallega fyrir
ritakaupum fyrir safnið. Árið 1853 átti bókasafnið
alls 533 bækur sem skipt var í nokkra flokka; lögvísi,
stjórnfræði, sagnarit og landafræði, búnaðarrit og
orðabækur.24
Samantekt
Ljóst er að embættisnefndin 1841 þurfti að taka
nokkuð erfiða ákvörðun þegar kom að staðarvali
hins nýja Alþingis, enda báru menn sterkar taugar til
Þingvalla, en síður til Reykjavíkur – kom þetta glöggt
í ljós í skrifum Jóns Sigurðssonar forseta og Tómasar
Sæmundssonar. Meirihluti nefndarinnar taldi þó að
skynsamlegast væri að hafa Alþingi í Reykjavík, m.a.
vegna þess að þar var mun betri aðgangur að bóka-
og skjalasöfnum. Menn gerðu sér grein fyrir að við
nútíma þingstörf væri nauðsynlegt að geta kallað
fram upplýsingar um hin ýmsustu þjóðmál, og til
þess þyrfti á upplýsingum frá skjala- og bókasöfnum
að halda.
21 Tíðindi frá Alþingi Íslendinga 1847 (Reykjavík, 1847), bls. 48.
22 Tíðindi frá Alþingi Íslendinga 1847, bls. 386-387.
23 Tíðindi frá Alþingi Íslendinga 1849 (Reykjavík, 1850), bls. 721.
24 Tíðindi frá Alþingi Íslendinga 1853 (Reykjavík, 1853-54). Viðbætir,
bls. 47-54.
Heimildir
Aðalgeir Kristjánsson, Endurreisn Alþingis og þjóðfundurinn (Reykjavík,
1993).
Fréttir frá fulltrúaþinginu í Hróárskeldu 1840 (Kaupmannahöfn, 1840)
Fréttir frá fulltrúaþinginu í Hróárskeldu 1842 (Kaupmannahöfn, 1843)
Guðmundur Hálfdanarson, „´Leirskáldunum á ekkji að vera vært´: Um
þjóðlega menningu og íslenska endurreisn“Skírnir 181 (Haust 2007),
bls. 327-340.
Jón Sigurðsson, „Um Alþíng“ Ný félagsrit 2 (1842), bls. 1-66.
Jón Sigurðsson, „Um Alþing á Íslandi“ Ný félagsrit 1 (1841), bls. 59-
134.
Landsbókasafn Íslands 18181918. Minningarrit (Reykjavík, 1920).
Lovsamling for Island XI-XII. bindi (Kaupmannahöfn, 1863-64).
Sigurður Líndal „Tómas Sæmundsson og Jón Sigurðsson“ Skírnir 181
(Haust 2007), bls. 292-326.
Tíðindi frá Alþingi Íslendinga 1847 (Reykjavík, 1847)
Tíðindi frá Alþingi Íslendinga 1849 (Reykjavík, 1850)
Tíðindi frá Alþingi Íslendinga 1853 (Reykjavík, 1853-54)
Tíðindi frá nefndarfundum íslenzkra embættismanna í Reykjavík árin
1839 og 1841. (Kaupmannahöfn, 1842)
Tómas Sæmundsson, „Alþíng“ Þrjár ritgjörðir (Kaupmannahöfn, 1841),
bls. 73-106.
„Um Alþingi“ Fjölnir 7 (1844), bls. 110-138.
Abstract
The restoring of Alþingi, the Icelandic parlia-
ment, in 1845 and access to archives and librar-
ies
In 1845, the Icelandic parliament, Alþingi, was
restored in Reykjavík. A special committee was set up
a few years earlier to discuss various matters on the
new parliament. Among those matters discussed was
the ideal location for Alþingi. Many wanted to have
the parliament at Þingvellir, which had a symbolic
and historical meaning to patriotic Icelanders, while
others pointed out that Reykjavík was a more of a
practical place for a modern parliament. One of the
reasons was access to information, for in Reykjavík
were libraries and archives considered essential for
modern parliamentary work, while Þingvellir had no
such information resource. The followers of Þingvellir
argued that members of parliament could simply take
with them necessary books and documents from their
private collections at home to use during parliament
session, or send someone to Reykjavík to look up facts
and figures that were needed. After some debate, it
was decided to choose Reykjavík as the home of the
new parliament. However, after the revival of Alþingi,
many parliamentarians felt that more books were
needed for decent parliamentary work, so a special
library of Alþingi was set up which is still in function
today.