Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 46

Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 46
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 200844 Inngangur Árið 1999 hófst nýtt tímabil í sögu íslenskra bókasafna en þá var, fyrir milligöngu menntamálaráðuneytisins, undirritaður fyrsti samningurinn sem tryggði öllum lands mönnum aðgang að stóru rafrænu gagnasafni, svokallaður Landsaðgangur að rafrænum gagna- söfnum og tímaritum. Um var að ræða dýrt gagnasafn sem fá bóka söfn og enn færri einst akl ingar höfðu áður haft aðgang að. Þessu var síðan fylgt eftir með fleiri samningum við stóra erlenda tímarita- útgefendur og útgefendur gagna safna með fjölbreyti- legu vísindalegu efni. Vísbend ingar hafa verið um að þessi aukni aðgangur að rafrænu efni sé að valda umtalsverðum breytingum á starf semi sérfræði- bókasafna og upplýs inga miðstöðva og störfum og hlutverki bóka safns- og upplýs inga fræðinga. Í rannsókn sem gerð var í tengslum við lokaverkefni til meist ara prófs í bókasafns- og upplýsingafræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands var reynt að varpa nokkru ljósi á það sem hefur verið að gerast á sérfræðibókasöfnum, sérstak lega á náttúru vísinda- stofnunum, á undan förnum árum. Eftirfarandi rann- sóknar spurn ingar voru lagðar til grund vallar: Hefur Lands aðgangur að rafrænum gagna söfnum og tíma- ritum og annað rafrænt efni haft breytingar í för með sér fyrir sérfræði bókasöfn og ef svo er hvernig? Nýtist rafræni aðgangurinn náttúru vísinda fólki svo vel að það finni orðið sjálft flestar vísinda greinar sem það þarf á að halda? Ef það er raunin, hvaða áhrif hefur það á störf og hlutverk bókasafns- og upplýs inga - fræðinga á sérfræðibóka söfnum, viðhorf til safnanna og þörf sérfræðinga fyrir bókasafnsþjónustu? Aðferðir Þetta var eigindleg rannsókn framkvæmd á fjórum rannsóknarstofnunum í náttúru vísindum þar sem tekin voru opin viðtöl við níu einstaklinga; fjóra bóka- safns- og upplýsingafræðinga og fimm sérfræðinga. Einnig var farið í eina þátttöku athugun þar sem m.a. var rætt við fimmta bókasafns fræðinginn. Þátttak endur voru valdir með mark vissu úrtaki, bókasafns- og upplýsinga fræðingar sem hafa nokkuð langa reynslu af vinnu á sér fræði bókasafni og sér fræð- ingar sem hafa stundað rannsóknir árum saman, auk þess að hafa verið öflugir bóka safns notendur. Reynt var að ná til fólks af báðum kynjum og á mismunandi aldri. Til að gæta hlut leysis var nöfnum allra þátttak- enda og stofnana breytt. Stofnan irnar eru kall aðar Storð, Fold, Eykt og Ós en einst akl ingar eru ekki nafngreindir í þessari grein. Rannsóknin fór fram frá hausti 2005 til vors 2007. Í samræmi við eigind lega rannsóknar hefð voru ekki settar fram ákveðnar tilgátur í upphafi rann- sóknarinnar heldur eru gögnin látin tala sínu máli og rann sóknar spurn ingum þannig svarað. Styrkur eigind legra rannsókna felst einmitt í gögnunum sjálfum sem oftast eru fengin milli liða laust. Þær byggjast hins vegar á skoðunum fárra einstaklinga og því er ekki hægt að alhæfa um niðurstöður; þær geta hins vegar verið lýsandi um tilvikið eða fyrirbærið sem rannsóknin fjallar um (Bogdan og Biklen, 2003). Í þessu tilfelli hvernig notkun rafræns efnis sé að breyta starfsumhverfi bókasafns- og upplýs inga fræð- inga, sér fræð inga sem stunda rann sóknir á Íslandi, svo og hlutverki sérfræði bóka safna. Í viðtölunum var ekki stuðst við spurningalista, heldur notaðir svokallaður „gátlistar“ og eðli málsins samkvæmt gátu spurningar ekki verið alveg eins fyrir sérfræðinga og bókasafns- og upplýsingafræðinga. Helst var leitað svara við eftirfarandi atriðum: • Hvernig finnst sérfræðingum og bókasafns- og upplýsinga fræðingum efni Lands aðgangs og annað rafrænt efni nýtast? • Hvaða þjónustu er verið að leita eftir á sérfræðibókasöfnum í dag? • Eru bókasöfnin notuð öðruvísi nú en var fyrir tíma alls þessa rafræna efnis? • Hver er upplýsinga þörf og hvernig er upp- lýsinga öflun háttað? • Hafa orðið breytingar á lestrarvenjum? • Hvernig hefur verið staðið að kynningum á rafrænu efni? • Hvaða breytingar verða helstar á sér fræði- bókasöfnum á næstu 5 – 10 árum? Meginþemað úr rannsókninni reyndist vera Breytt Guðrún Pálína Héðinsdóttir Bókasöfn í breyttu umhverfi Tilviksathugun á fjórum stofnunum á náttúrufræðasviði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.