Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 57

Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 57
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 55 Elfa-Björk Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 29. september 1943. Hún lést 1. mars síðastliðinn, langt um aldur fram, eftir erfið veikindi sem hún lét þó ekki hindra sig í að lifa lífinu full bjartsýni, eins og henni var eðlislægt. Að loknu stúdentsprófi stundaði Elfa-Björk nám við Leiklistarskóla Leikfélags Reykja- víkur 1963-65. Hún hafði fengið áhuga á leiklistinni strax í barnaskóla og hafði einstaklega lifandi og skýra framsögn. Elfa-Björk bjó um árabil í Svíþjóð við nám og störf. Lagði hún stund á bókmenntasögu, ensku og enskar bókmenntir við Stokkhólmsháskóla 1966-1971 en lauk síðan prófi í bókasafnsfræði frá Bókavarðaskóla Borgarbókasafnsins í Stokkhólmi 1973. Elfa-Björk starfaði í Borgarbókasafninu í Stokkhólmi 1967-74. Þá var hún kölluð heim af þáverandi borgarbóka- verði, Eiríki Hreini Finnbogasyni, til að byggja upp nýja þjónustu safnsins ,,Bókin heim” og stýrði hún jafnframt undirbúningi að stofnun Hljóðbókasafns Borgarbókasafns og Blindrafélags Íslands. Hún var síðan borgarbókavörður á árunum 1975- 1985 en þá tók hún við starfi framkvæmdastjóra Ríkisútvarpsins - hljóðvarps og gegndi því starfi til ársins 1995. Elfa-Björk hóf aftur störf við Borgarbókasafnið og gegndi stöðu safnstjóra Sólheimasafns um fimm og hálfs árs skeið. Hún gegndi fjölda trúnaðarstarfa um ævina og má Elfa-Björk Gunnarsdóttir f. 29. september 1943, d. 1. mars 2008 Kveðja frá samstarfsfólki í Borgarbókasafni Reykjavíkur Minningarorð þar nefna að hún sat í stjórn Blindrabókasafns Íslands, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Krabbameinsfélags Íslands. Hún var for- maður undirbúningsnefndar Norræna bóka- varðaþingsins í Reykjavík 1984 og vann þar þrekvirki við skipulagningu. Elfa-Björk hafði mikinn áhuga á mann- bætandi málum, málum sem bæta andlega og líkamlega líðan, og lagði mikið fram til þeirra mála, bæði í formlegu félagsstarfi og með eigin verkefnum sem margir nutu góðs af. Elfa-Björk markaði djúp spor í sögu Borgarbókasafns, eins og annars staðar, enda sannkallaður eldhugi. Hún var mjög hvetjandi og hugmyndarík og fylgdi málum fast eftir á jákvæðan hátt. Sem borgarbókavörður innleiddi hún nýja stjórnunarhætti og fylgdist vel með öllum faglegum nýjungum, alltaf tilbúin að gera betur í takt við tímann. Það sýnir best mannkosti hennar að þegar hún kom aftur til starfa í Borgarbókasafni, eftir að hafa verið borgarbókavörður og framkvæmdastjóri Ríkis- útvarpsins, og tók við sem safnstjóri í Sólheimasafni, að þar var hún sami eldhuginn sem fyrr, full metnaðar í nýju starfi. Hún hætti sem safnstjóri í Sólheimasafni til að sinna betur fjölskyldu sinni og öðrum hugðarefnum sem hún taldi mikilvæg. Hún hélt góðu sambandi við okkur starfsfólk í Borgarbókasafni og fylgdist vel með, alltaf áhugasöm og trygg vinnustað sínum til margra ára. Leit hún oft inn hjá okkur, alltaf glaðvær og hvetjandi. Anna Torfadóttir borgarbókavörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.