Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 53

Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 53
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 51 Stofndagur Félags um skjalastjórn er 6. desember 1988 og er félagið því tuttugu ára á þessu ári. Frá upphafi hefur það starfað óslitið að því markmiði sínu að „efla þekkingu og skilning á skjalastjórn hjá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum, ennfremur að efla tengsl þeirra sem starfa við skjalasöfn og stuðla að samvinnu þeirra á milli“ eins og kveðið er á um í lögum félagsins. Þar segir einnig að félagar geti allir þeir orðið sem vilja vinna að markmiðum félagsins (Félag um skjalastjórn, 2008). Árið 1998, á tíu ára afmæli félagsins, voru félagsmenn um 170 talsins en eru í dag um 230 sem segir meira en mörg orð um síaukinn áhuga á skjalastjórn og hagnýtingu hennar í fyrirtækjum og stofnunum. Stofnun félagsins Í afmælisgrein, sem Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Kristín H. Pétursdóttir rituðu í Bókasafnið árið 1998, er greint frá aðdraganda þess að félagið var stofnað en hann var sá að tíu konur frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum í Reykjavík, sem kölluðu sig Áhugahóp um skjalastjórn, komu saman árið 1987 til að ræða úrbætur og fræðslu í skjalamálum. Þessar konur voru: Jóhanna Gunnlaugsdóttir, bókasafnsfræðingur hjá Gangskör sf., Kristín Geirsdóttir, forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Landsvirkjunar, Kristín I. Jónsdóttir, kennari í Verzlunarskóla Íslands, Kristín Ólafsdóttir, bókasafnsfræðingur hjá Gangskör sf., Kristín H. Pétursdóttir, forstöðumaður Skjalasafns Landsbanka Íslands, Ragnhildur Bragadóttir, for stöðumaður Ameríska bókasafnsins, Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður, Una Eyþórsdóttir, kennari hjá Flugleiðum hf., Stefanía Júlíusdóttir, kennari í Háskóla Íslands, og Vilborg Bjarnadóttir stjórnunarritari hjá Flugleiðum hf. Fyrirmyndina að formlegri samvinnu þeirra sem vinna við skjalastjórn sótti hópurinn til ARMA International, alþjóðlegra samtaka skjalastjórnenda, sem hafa höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Áhugahópurinn bauð síðan til stofnfundar þann 6. desember 1988 (1998, s. 6 - 7). Stjórn og starfsemi Í fyrstu stjórn félagsins sátu Kristín Ólafsdóttir formaður og Svanhildur Bogadóttir varaformaður ásamt Jóhönnu Gunnlaugsdóttur, Kristínu Geirs- dóttur, Kristínu H. Pétursdóttur og Ragnhildi Braga- dóttur. Formenn félagsins hafa verið síðan þau Svanhildur Bogadóttir, Magnús Guðmundsson, Bjarni Þórðarson, Alfa Kristjánsdóttir, Kristín H. Pétursdóttir, Guðný Ragnarsdóttir, Sigurður Þór Baldvinsson, Alma Sigurðardóttir, Ásgerður Kjartansdóttir, Ing- veldur Hafdís Karlsdóttir og núverandi formaður, sem er Ingibjörg Hallbjörnsdóttir. Frá stofnun hefur stór þáttur í starfsemi félagsins verið að halda fræðslufundi og námstefnur um margvíslega þætti á sviði skjalastjórnar. Meðal þeirra sem komið hafa til landsins og haldið fyrirlestra og námskeið eru Dr. Mark Langemo, prófessor í skjalastjórn og upplýsingatækni við University of North Dakota, David Stephens, ráðgjafi um skjalastjórn hjá Zasio Enterprises Inc. og fyrrverandi forseti ARMA, og á síðasta ári var Catherine Hare, fyrrverandi skjalastjóri Sameinuðu þjóðanna og lektor í upplýsinga- og skjalastjórn við Northumbria University í Bretlandi, fyrirlesari á ráðstefnu félagsins um skjalastjórn í rafrænu umhverfi. Fjöldamargir hópar og nefndir hafa starfað á vegum félagsins í gegnum tíðina, s.s. fræðslunefnd, kynningarhópur, orðanefnd, ritnefnd, staðlahópur, lagahópur og siðanefnd, svo nokkuð sé nefnt og voru m.a. samþykktar siðareglur fyrir félagið á síðasta starfsári. Félagið hefur gefið út fréttabréf árlega og haldið úti vefsíðunni www.irma.is um starfsemina frá árinu 1998. Skjalastjórn í nútíð og framtíð Á síðustu áratugum hefur magn skráðra upplýsinga margfaldast og má einkum rekja það til eftirtalinna fimm þátta: • Aukin umsvif, bæði einkafyrirtækja og opin berra aðila, og stöðugt flóknara við- skiptaumhverfi. • Aukið hlutfall vinnuafls þarf á skráðum upplýsingum að halda við vinnu sína. Ingibjörg Hallbjörnsdóttir Tuttugu ár liðin frá stofnun Félags um skjalastjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.