Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 17

Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 17
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 15 Inngangur Háskólaárið 2006-2007 hélt bókasafns- og upplýs- ingafræðiskor upp á hálfrar aldar afmæli kennslu greinarinnar við Háskóla Íslands. Í upphafi haust- misseris 2005 hófst undirbúningur afmælisársins. Dr. L. Anne Clyde prófessor heitin, sem þá var skorarfor- maður, kom að máli við Jóhönnu Gunnlaugsdóttur föstudaginn 16. september það ár. Hún vildi að stofn- uð yrði afmælisnefnd og Jóhanna yrði í forsvari fyrir nefndinni. Það þyrfti síðan að bera upp á næsta skor- arfundi. Þá kom Anne með tillögu um að þær skrifuðu bókarkafla um sögu og þróun greinarinnar í Háskóla Íslands í 50 ár til birtingar í afmælisriti Charles Stuart University í Ástralíu. Afmælisritið átti að gefa út í til- efni af 30 ára afmæli bókasafnsfræðikennslu þar en Anne hafði kennt við skólann á árum áður. Af þeirri samvinnu gat auðvitað ekki orðið. Að beiðni ritstjóra varð þó úr að bókarkafli var skrifaður um kennslu greinarinnar við Háskóla Íslands í hálfa öld sem birt- ist í afmælisritinu (Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2006). Ótímabært andlát Anne bar að tveimur dögum eftir fund þeirra, hinn 18. september 2005, eins og kunn- ugt er. Þrátt fyrir erfiða tíma var ákveðið að halda áfram undirbúningi vegna afmælisins og á skorarfundi 22. september 2005 var dagskrá lauslega rædd. Ákveðið var að stofna vinnuhóp um afmælið og jafn- framt var samþykkt að Jóhanna yrði í forsvari fyrir honum (Bókasafns- og upplýsingafræðiskor, 2005). Afmælisnefnd var síðan skipuð og í henni sátu Ágústa Pálsdóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir (formaður) og Kristín Ósk Hlynsdóttir, kennarar í bókasafns- og upp- lýsingafræði; Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir og Steinunn Aradóttir, full- trúar nemenda í bókasafns- og upplýsingafræðiskor; Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður; Inga Dís Karlsdóttir, fulltrúi Félags um skjalastjórn, og Guðrún Pálsdóttir, fulltrúi Upplýsingar. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn 1. júní 2006. Afmælisatburðir Þó svo að afmælisnefndin kæmi ekki saman fyrr en 1. júní 2006 og afmælisárið hæfist ekki formlega fyrr en með nýju háskólaári 1. júlí 2006 ákvað skorin að taka forskot á sæluna og efna til tveggja afmælisatburða, málþinga, í lok fyrra háskólaárs eða í apríl 2006. Fyrra málþingið var haldið 24. apríl í Háskóla Íslands í samvinnu við NORSLIS og var um rannsóknir í upplýsingahegðun og heilsueflingu. Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður flutti ávarp í upphafi málþingsins. Hún minntist afmælisins og atburða úr sögu greinarinnar. Erindi fluttu fræðimenn frá Åbo Akademi í Finnlandi; Mariam Ginman próf- essor, Stefan Ek sérfræðingur og Kristina Eriksson- Backa kennari, auk Ágústu Pálsdóttur, lektors við bókasafns- og upplýsingafræðiskor Háskóla Íslands. Fundarstjóri var Þórdís T. Þórarinsdóttir, formaður Upplýsingar. Á síðara málþinginu, sem haldið var 27. apríl í Háskóla Íslands, var fjallað um rannsóknir nem- enda í skorinni. Það hlaut heitið Fjölbreytt þekking- arsamfélög: Nýjar rannsóknir í bókasafns- og upp- lýsingafræði. Málþingið hófst með myndasýningu úr námi og starfi skorar í áranna rás. Þá setti Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri málþings og nemandi í bókasafns- og upplýsingafræði, þingið. Stefanía Júlíusdóttir, bókasafns- og upplýsingafræð- Heiðrún Dóra Eyvindardóttir og Jóhanna Gunnlaugsdóttir Að loknu afmælisári Málþing 2006 – séð yfir salinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.