Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 58

Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 58
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 200856 Bækur og líf Ég var fimm ára gömul þegar ég bað mömmu um að fá að læra að lesa. Það var auðsótt mál, hún keypti lestrarbókina Gagn og gaman og saman sátum við stutta stund á hverjum degi og æfðum okkur í laumi, þetta var nefninlega leyndarmálið okkar. Loks kom að því að opinbera mátti leyndarmálið. Ég stóð stolt í eldhúsinu með lestrarbókina mína og las fyrir pabba og sjaldan eða aldrei hef ég verið jafn stolt af sjálfri mér og þá. Síðan hef ég lesið mér til ánægju og fróðleiks og ætíð hefur verið bókastafli á náttborðinu mínu. Hins vegar er það svo, eins og gengur og gerist, að bækurnar hafa höfðað misjafnlega vel til mín. Sumar hverjar hafa verið hreinar afþreyingarbækur sem ágætt var að lesa en skildu í sjálfu sér ekkert eftir sig. Aðrar hafa hins vegar haft mikil áhrif á mig, aðallega með þeim hætti að upplifunin af lestri bókarinnar verður alger. Ég gleymi mér fullkomlega, lifi í öðrum heimi og verð mjög uppnumin af því sem á sér stað í sögunni. Sem barn hafði ég mest gaman af ævintýrabókum og prakkara- og grallarasögum. Ég hreifst af sögupersónum sem voru frakkar, hugmyndaríkar og þorðu að framkvæma það sem þeim datt í hug, ég dáðist af hugrekki þeirra og áræðni og lét mig dreyma um að lenda í svipuðum ævintýrum. Bækur Enid Blyton og Astrid Lindgren voru til að mynda í miklu uppáhaldi. Þegar ég var níu ára las kennarinn minn bókina Bróðir minn ljónshjarta fyrir bekkinn og þetta var sú skemmtilegasta og mest spennandi bók sem ég hafði nokkurn tíma komist í kynni við. Ég lifði mig algerlega inn í þann ævintýraheim sem finna mátti í Nangijala og var nánast flutt í Kirsuberjadal með þeim Ljónshjarta-bræðrum. Eftir því sem ég best man var þetta í fyrsta sinn sem ég varð uppnumin af bók og tilfinningin var satt að segja mjög góð. Á unglingsárum datt ég inn í spennubækur og um tíma áttu sögur úr heimsstyrjöldinni síðari hug minn allan. Ég hafði sérstakan áhuga á öllu sem viðkom helförinni, fangabúðum nasista og andspyrnuhreyfingunni. Ég las t.d. bækurnar Stúlkuna á bláa hjólinu, Dagbók Önnu Frank, Fylgsnið og Býr Íslendingur hér. Ég gleymdi mér við að lesa Sigurborg Brynja Ólafsdóttir Bækurnar á náttborðinu sögur af hugdjörfu fólki sem lagði líf sitt í hættu við að bjarga náunganum og dáðist að þeim sem lentu í ótrúlegum hremmingum en lifðu þær af með einhverjum óskiljanlegum hætti. Þegar ég lagði stríðsbækurnar til hliðar lá ég yfir Íslendingasögum og í skólanum naut ég þess að læra um þessi íslensku heljarmenni. Mér fannst skemmtilegt að brjóta sögurnar til mergjar, rýna í orðaskipti persónanna og skoða þann örlagavef sem í kringum þær spannst. Nokkrar íslenskar bækur voru í miklu uppáhaldi á þessum árum. Ég hafði mjög gaman af bókum Einars Kárasonar, Gulleyjunni og Djöflaeyjunni. Mér fannst skemmtilegt að lesa um lífið í braggahverfunum og um þær litríku persónur sem þar bjuggu. Jafnframt heillaðist ég mjög af bókinni Ég heiti Ísbjörg ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttur og var hún minn uppáhaldshöfundur um tíma. Ég var rúmlega tvítug þegar ég fór að meta Halldór Laxness og voru bækurnar Sjálfstætt fólk og Íslandsklukkan þar efstar á blaði. Þessar bækur las ég m.a. í námi mínu við Kennaraháskóla Íslands og mér fannst mjög gaman að hafa tækifæri til að ræða um bækurnar, innihald þeirra og inntak við samnemendur og kennara. Með því móti varð upplifunin af lestri bókanna enn eftirminnilegri og áhrifameiri. Á þessum tíma voru einnig bækur Böðvars Guðmundssonar um vesturfarana í miklu uppáhaldi sem og bókin Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Eftir að börnin mín fæddust hef ég lesið reglulega fyrir þau. Með þeim hef ég rifjað upp gömul kynni af Emil í Kattholti, Jónatan ljónshjarta, Krökkunum í Krummavík og fleiri góðum. Einnig höfum við komist í kynni við prakkara og skemmtilega krakka á borð við Fíusól og Skúla skelfi og haft mjög gaman af. Þessar sögustundir okkar eru einstaklega dýrmætar samverustundir og ekki má á milli sjá hver hefur mest gaman af, mamman eða börnin. Það hafa þó ekki einungis legið barnabækur á náttborðinu hin síðari ár. Ég hef notið góðs af „spennusagnafaraldri“ íslenskra höfunda og m.a. lesið allar bækur Yrsu og Arnaldar og haft mjög gaman af. Ég las Reisubók Guðríðar Símonardóttur og heillaðist mjög af sögu hennar og annarra Íslendinga sem hlutu sömu örlög. Bækur Kahled Hossein, Flugdrekahlauparinn og Þúsund bjartar sólir, eru í miklu uppáhaldi og höfðu báðar mikil áhrif á mig. Að mínu mati tekst Hossein einkar vel að draga upp sannfærandi mynd af aðstæðum fólks í Afganistan ásamt því að segja góðar sögur. Fleiri góðar bækur hafa legið á náttborðinu m.a. Da Vinci lykillinn, Svartfugl Gunnars Gunnarssonar og Viltu vinna milljarð? Þessa dagana er ég svo að glíma við Þrettándu söguna eftir Diane Setterfield og líst vel á. Vafalaust eiga fleiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.