Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 39

Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 39
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 37 Almenn umfjöllun og fyrri rannsóknir Upphaf tölvupóstsins má rekja til ársins 1961 en hann hefur þróast mjög hratt á síðustu árum (Wikipedia, e.d.). Rúm 50% samskipta milli fyrirtækja í Evrópu fara fram í gegnum tölvupóst og ekki lítur út fyrir annað en þessi samskiptaháttur muni aukast á næstu árum (Glenn, P., 2006). Árið 2006 fjölgaði tölvupóstsendingum um 30% og hefur þessi aukning valdið skjalastjórum um allan heim miklum áhyggjum. Frá því að stjórnvöld tóku ákvörðun um að tölvupóstur væri jafngildi bréfs og ætti að vera aðgengilegur almenningi og mætti nota sem sönnunargagn í dómsmálum hafa vandamálin við að greina tölvupóst í sundur aukist, hvað á að varðveita og hvað ekki (Cox, 2007). Vöxtur óflokkaðra gagna og framþróun í tölvupóstssamskiptum milli fyrirtækja er ein aðal- ástæðan fyrir auknu mikilvægi á varðveislu og stjórnun skjala. Tölfræði sýnir að um 60% af gögnum fyrirtækja eru varðveitt í tölvupóstkerfum starfsmanna. Til þess að fyrirtæki geti mætt skilyrðum reglugerða og kröfum um rafræna þróun þurfa þau að huga að stjórnun, skráningu og varðveislu tölvupósts eins og annarra gagna (Mehta, 2006; Chen, 2006). Í rannsókn sem gerð var á Bretlandi kom fram að þriðjungur fyrirtækja hefur ekki skýra stefnu og starfsreglur um varðveislu mikilvægra skjala og yfir 60% starfsmanna vita ekki að tölvupóstur fellur undir sömu skilyrði og bréfpóstur. Talið er að um 50% notenda tölvupósts skilji ekki nákvæmlega hvað rafræn skjöl eru og viti ekki að þau þurfi að varðveita. Þessar niðurstöður benda til þess að það þurfi að uppfræða og þjálfa starfsmenn betur svo þeir skilji hverjar afleiðingarnar verða ef ekki er farið eftir reglugerðum (companies admit to email managements system chaos). Þjálfun er einn aðalþátturinn í þróun reglna. Það þarf að fræða starfsmenn um hvers vegna reglur eru settar og upplýsa þá um hvað þarf að varðveita og hvað ekki. Það þarf líka að skrá að starfsmenn hafi verið þjálfaðir svo þeir geti ekki sagt: „Ég vissi ekki af þessu“ (Train, T.K., 2006). Í íslenskri könnun sem lögð var fyrir rúmlega þriðjung embætta, stofnana og fyrirtækja á vegum ríkisins, sem skylt er að skila skjölum sínum til Þjóðskjalasafns Íslands, kom í ljós að tölvupóstur er ekki skráður og varðveittur í jafnríkum mæli og pappírsskjöl. Um 62% svarenda hvorki skráði né vistaði tölvupóstinn í skjalakerfi en þeir sem hafa rafrænt skjalakerfi voru líklegri til þess að varðveita tölvupóst. Aðeins um helmingur svarenda sagðist prenta tölvupóstinn út til varðveislu og hjá 63% svarenda er tölvupóstur varðveittur sem rafrænt skjal hjá viðkomandi starfsmanni. Þessar niðurstöður benda til þess að þó nokkuð sé af tölvupósti sem ekki er skráður eða varðveittur hjá opinberum stofnunum (Þjóðskjalasafn Íslands, 2005). Lög og reglugerðir Skjalameðferð í opinberum stofnunum og fyrirtækjum þarf að taka mið af ákvæðum laga og reglugerða. Helstu lög og reglugerðir sem vísað var til í rannsókninni eru: Lög um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985, reglugerð um héraðsskjalasöfn nr. 283/1994, upplýsingalög nr. 50/1996, lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000, stjórnsýslulög nr. 37/1993, lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu nr. 30/2002, reglur nr. 837/2006 um rafræna vöktun og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Rannsóknaraðferð, gagnasöfnun og þátttakendur Undirbúningur rannsóknarinnar hófst um miðjan janúar 2007 og gagnasöfnun fór fram í febrúar til júní sama ár. Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir. Þær byggjast á því að rannsakandinn fer á vettvang og tekur þátt í lífi fólksins en þannig öðlumst við skilning á því hvernig fólk upplifir hlutina. Lýsandi gögnum var safnað saman með því að taka sex opin viðtöl. Opnu viðtölin voru tekin upp á segulband með leyfi þátttakenda og þau síðan afrituð orðrétt af bandinu. Með opnum viðtölum (djúpviðtölum) er átt við viðtöl sem líkjast samtali á milli tveggja einstaklinga. Viðtölin eru hálfstöðluð, en það þýðir að rannsakandinn hefur ákveðið fyrirfram hvað hann ætlar að rannsaka og er búinn að skrifa niður spurningar, en hann fylgir samt viðmælandanum eftir (Esterberg, 2002, Kvale, 1996). Tekin voru viðtöl við sex skjalastjóra eða ábyrgðar- menn skjalamála hjá þremur ríkisstofnunum og þremur borgarstofnunum. Reynt var að velja þátttakendur með það í huga að þeir endurspegluðu fjölbreytileika og var því leitað að opinberum stofnunum sem sinna ólíkum verkefnum. Til þess að halda trúnaði við þátttakendur var öllum nöfnum breytt. Sjá mynd 1. Mynd 1: Gervinöfn þátttakenda og stofnana. Stofnanir Nöfn Ríkisstofnun A Birna Ríkisstofnun B Ösp Ríkisstofnun C Hekla Borgarstofnun D Erla Borgarstofnun E Hildur Borgarstofnun F Sigrún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.