Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 32

Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 32
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 200830 greininni í anda vísindaheimspekingsins Thomas Kuhn. Það tengist þverfaglegum samskiptum og feli í sér raunsæja skoðun á þekkingarumhverfi notandans (Hjørland, 2004). Hugtakið þekkingarsvið, hefur verið skilgreint sem vísindagrein eða fræðasvið en það getur líka verið orðræðusamfélag, tengt t.d. stjórnmálaflokki, trúar- brögðum, starfsgrein eða tómstundaiðju (Hjørland, 2004). Hjørland og Hartel (2003) telja þekkingarsvið í grundvallaratriðum byggjast á þrenns konar kenn- ingum og hugtökum: 1. Verufræðilegum kenningum og hugtökum um það sem fólk fæst við 2. Þekkingarfræðilegum kenningum og hugtök- um um þekkingu og þekkingarleiðir, ásamt aðferðafræðilegum lögmálum um hvernig hlutir eru rannsakaðir 3. Félagslegum hugtökum um hóp fólks sem tengist viðfangsefni Þekkingar- eða fræðasamfélög þurfi að skilgreina sem slík og séu ekki fast og óbreytanlegt hugtak. Það sé ekki hægt að fella þar undir hvað sem er, heldur krefjist hugtakið vandlegrar skilgreiningar og röksemdafærslu. Það má e.t.v. segja að hér hafi í fyrsta sinn verið reynt að skilgreina hugtakið á fræðilegan hátt, sem ákveðna rannsóknarleið í bókasafns- og upplýsingafræði, innan hinna félagsfræðilegu hefða. Hjørland (2002) hefur sett fram 11 leiðir til grein- ingar á þekkingarsamfélögum fyrir bókasafns- og upplýsingafræðinga á sérsviðum, þ.e. (lauslega þýtt): 1. Útbúa og meta faglegar leiðbeiningar um upp- lýsingaöflun og faggáttir 2. Útbúa og meta sérhæfð flokkunarkerfi og efn- islykla 3. Rannsaka og afla sér færni í efnisorðagjöf og endurheimt á sviðinu 4. Afla sér þekkingar á notendakönnunum á við- komandi sviðum 5. Gera bókfræðilegar kannanir og túlka þær 6. Gera sögulegar kannanir á upplýsingakerfum og þjónustu á sérsviðum 7. Kanna tegundir gagna (rita) og mismunandi stefnur á þekkingarsviðum 8. Gera þekkingarfræðilegar og gagnrýnar rann- sóknir á mismunandi sjónarhornum, viðhorf- um og áhugasviðum innan fræðigreina 9. Kynna sér fagmál, (e. LSP - languages for special purposes) og orðræðugreiningu á þekkingarsviðum 10. Kynna sér vísindaleg og fagleg samskipti á sér- sviðum 11. Kynna sér faglega þekkingu um tölvufræði og gervigreind Hann hefur svo útfært hvern þátt um sig nánar. Sumar þessara leiða hafa bókasafns- og upplýsinga- fræðingar lengi fengist við en aðrar ekki, enda þótt þær séu þekktar í öðru samhengi. Hér má nefna nokkur dæmi þar sem farnar hafa verið mismunandi leiðir við kannanir á þekking- arsamfélögum. Rannsókn Carole L. Palmer og Laura J. Neumann (Palmer og Neumann, 1999) snýst um það hvernig hugvísindamenn, sem stunda þverfaglegar rannsókn- ir, leita að og nota upplýsingar. Þær athuga hvernig upplýsinga er aflað, þær notaðar, unnið úr þeim, dreift og hvernig tæknin hefur áhrif á ferlið. Þær taka viðtöl sem þær greina en nota líka bókfræðilega grein- ingu og greiningu á textum sem fræðafólkið hefur skrifað. Þær beita líka aðferð grundaðrar kenningar á gögnin. Jenny Fry (2004) hefur rannsakað hvernig kenn- ing Whitley’s um það hve greinar eru háðar hver annarri og um óvissuþátt má nota sem ramma til að skilja líkindi og mismun á upplýsingahegðun milli fræðasviða. Hún byggir á eigindlegum aðferðum við að skoða þetta í þremur fræðasamfélögum í raunvís- indum, félagsvísindum og hugvísindum. Hún skoðar tengsl á milli formlegra og óformlegra upplýsingaleiða og hvernig þau birtast í rafrænum afurðum á milli fræðasviða. Michael Olsson (1998 og 1999) gerði í doktors- rannsókn sinni athugun á upplýsingahegðun í félags- legu samhengi, byggða á orðræðugreiningu í anda Foucault. Hann notaði hóptilvitnanagreiningu til þess að greina mismunandi orðræðusamfélög upplýsinga- fræðinga. Út frá því greindi hann svo félagsleg sam- skiptanet. Þau notaði hann svo til að athuga og skilja tengslin í orðræðusamfélögunum og skilja hvaða hlut- verki þau gegna við upplýsingahegðun. Í meistararitgerð sinni kannaði Guðrún Pálsdóttir (1999) upplýsingaleiðir og heimildaöflun íslenskra náttúruvísindamanna. Markmið hennar var að kanna hversu vel íslensk bókasöfn nýttust þeim og hversu víða þeir leituðu upplýsinga. Í MLIS ritgerð minni „Forníslensk fræði – fjölþætt samfélag“ (2006) skilgreindi ég formgerð, vinnuum- hverfi, aðferðafræði og samskipamynstur fræðasam- félagsins og reyndi þar með að sýna fram á hvað einkenndi það og greindi það frá öðrum. Þetta gerði ég með eigindlegum rannsóknaraðferðum og nálg- unarleið etnógrafíunnar en á þann hátt er hægt að skoða upplýsingaöflun, notkun og miðlun upplýsinga og vinnuaðstöðu fólks í samhengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.