Bókasafnið - 01.10.2008, Side 57
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 55
Elfa-Björk Gunnarsdóttir fæddist
í Reykjavík 29. september 1943.
Hún lést 1. mars síðastliðinn, langt
um aldur fram, eftir erfið veikindi
sem hún lét þó ekki hindra sig í
að lifa lífinu full bjartsýni, eins og
henni var eðlislægt.
Að loknu stúdentsprófi
stundaði Elfa-Björk nám við
Leiklistarskóla Leikfélags Reykja-
víkur 1963-65. Hún hafði fengið
áhuga á leiklistinni strax í barnaskóla
og hafði einstaklega lifandi og skýra
framsögn.
Elfa-Björk bjó um árabil í Svíþjóð
við nám og störf. Lagði hún stund á bókmenntasögu,
ensku og enskar bókmenntir við Stokkhólmsháskóla
1966-1971 en lauk síðan prófi í bókasafnsfræði frá
Bókavarðaskóla Borgarbókasafnsins í Stokkhólmi
1973. Elfa-Björk starfaði í Borgarbókasafninu í
Stokkhólmi 1967-74.
Þá var hún kölluð heim af þáverandi borgarbóka-
verði, Eiríki Hreini Finnbogasyni, til að byggja upp
nýja þjónustu safnsins ,,Bókin heim” og stýrði hún
jafnframt undirbúningi að stofnun Hljóðbókasafns
Borgarbókasafns og Blindrafélags Íslands.
Hún var síðan borgarbókavörður á árunum 1975-
1985 en þá tók hún við starfi framkvæmdastjóra
Ríkisútvarpsins - hljóðvarps og gegndi því starfi til ársins
1995. Elfa-Björk hóf aftur störf við Borgarbókasafnið
og gegndi stöðu safnstjóra Sólheimasafns um fimm og
hálfs árs skeið.
Hún gegndi fjölda trúnaðarstarfa um ævina og má
Elfa-Björk Gunnarsdóttir
f. 29. september 1943, d. 1. mars 2008
Kveðja frá samstarfsfólki í Borgarbókasafni Reykjavíkur
Minningarorð
þar nefna að hún sat í stjórn Blindrabókasafns
Íslands, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og
Krabbameinsfélags Íslands. Hún var for-
maður undirbúningsnefndar Norræna bóka-
varðaþingsins í Reykjavík 1984 og vann þar
þrekvirki við skipulagningu.
Elfa-Björk hafði mikinn áhuga á mann-
bætandi málum, málum sem bæta andlega og
líkamlega líðan, og lagði mikið fram til þeirra
mála, bæði í formlegu félagsstarfi og með
eigin verkefnum sem margir nutu góðs af.
Elfa-Björk markaði djúp spor í sögu
Borgarbókasafns, eins og annars staðar,
enda sannkallaður eldhugi. Hún var mjög
hvetjandi og hugmyndarík og fylgdi málum
fast eftir á jákvæðan hátt. Sem borgarbókavörður
innleiddi hún nýja stjórnunarhætti og fylgdist vel með
öllum faglegum nýjungum, alltaf tilbúin að gera betur
í takt við tímann.
Það sýnir best mannkosti hennar að þegar hún
kom aftur til starfa í Borgarbókasafni, eftir að hafa
verið borgarbókavörður og framkvæmdastjóri Ríkis-
útvarpsins, og tók við sem safnstjóri í Sólheimasafni,
að þar var hún sami eldhuginn sem fyrr, full metnaðar í
nýju starfi. Hún hætti sem safnstjóri í Sólheimasafni til
að sinna betur fjölskyldu sinni og öðrum hugðarefnum
sem hún taldi mikilvæg.
Hún hélt góðu sambandi við okkur starfsfólk í
Borgarbókasafni og fylgdist vel með, alltaf áhugasöm
og trygg vinnustað sínum til margra ára. Leit hún oft
inn hjá okkur, alltaf glaðvær og hvetjandi.
Anna Torfadóttir borgarbókavörður