Reykjalundur - 01.06.1958, Side 7

Reykjalundur - 01.06.1958, Side 7
JÓNAS ÞORBERGSSON: Þingslitaræða flutt á 11. þingi S. 1. B. S. að Reykjalundi 6. júli 1958 Við höfum lokið störfum 11. þings S.Í.B.S. og jafnframt minnst á viðeigandi hátt 20 ára afmælis samtaka okkar: Sambands íslenzkra berklasjúklinga. — Það er næsta vonlegt, að okkur sé, þessa dagana, efst í huga minningar frá upphafsdögum samtakanna. Við látum hug okkar þessa stund hvarfla 20 ár til baka og minnumst í hlýrri þakklátssemi fyrstu for- vígismanna okkar, Andrésar Straumlands, sem féll svo snemma í orustunni, sem við höfum háð svo lengi, samherja hans, sem fallnir eru og þeirra, sem enn berjast mitt á meðal okkar, eins og glögglega og ánægju- lega kom fram hér á þinginu, er við hylltum Jón Rafnsson, okkar trausta og óþreytandi samherja. — Þessir menn lögðu til barátt- unnar og höfðu ekki vopna utan sársauka hjarta síns og óbugandi fórnarvilja. En þeir ruddu fyrsta áfanga leiðarinnar og settu samtökum okkar stórbrotið og fjarlægt markmið. Og liðskvaðning þessara manna hljómaði ekki fyrir daufum eyrum. Sársauki þeirra var sársauki svo margra, fómarþrá þeirra, fómarvilji svo margra, sem áttu um sárt að binda. Og fyrir því hafa samtök okk- ar blessast svo sem raun er á og skriður framsóknar okkar aukist, að fómarviljinn hefir verið aðalsmark samtakanna. — Ur- valsmenn hafa vahzt til forustu okkar hverju sinni og þeir hafa haldið hátt á loft þessu æðsta tákni mannkærleikans á jörðu hér. En vel mætti það hlýða, að við nú, við þetta leiðarmark, með 20 ára hamingjusam- legt afrekaskeið að baki, létum hugann reika enn lengra aftur í tímann, eða um hálfa öld, til þess manns, sem fyrstur hóf upp merkið, Guðmundar Björnssonar landlæknis og sam- herja hans, er hrundu fram fyrsta heilsuhæl- ismáli okkar og reistu Vífilsstaðahæli. Við hlið Guðmundar Bjömssonar skipar sagan öðmm manni, Sigurði Magnússyni, fyrsta lækni heilsuhælis fyrir berklasjúklinga á ís- landi. Eg nefni ekki fleiri nöfn, en minni á, að sá, sem fyrstur leggur á ómddar torfærur, verður ávalt mesti fullhuginn. Forusta Guð- mundar Bjömssonar í stofnun Heilsuhælisfé- lagsins og starf Sigurðar Magnússonar, verða um allan aldur meðal eftirtektarverðustu stórmerkja íslenzkra heilbrigðismála. Næsta afrekið á þessari leið var bygging Heilsuhælis Norðurlands. Norðlenzkar kon- ur áttu þar meginfrumkvæði á þann hátt, sem íslenzkar konur hafa svo oft og víða gengið fram fyrir skjöldu í líknar- og velferð- armálum þjóðarinnar. — Norðlenzkar kon- ur hófu seint á öðmm áratug aldarinnar fjár- 5 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.