Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 12

Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 12
Vntnsberinn. Saga frá Noregi Taki maður hús á leigu uppi í sveit, er vissara að kynna sér fyrst, hvað djúpt er niður á vatnsleiðsluna. Maður getur vitan- lega spurt eigandann, hvort vatnið frjósi venjulega — og hann svarar að sjálfsögðu með því að neita hátíðlega. Nú, svo kemur veturinn og konan þín út- nefnir þig sem vatnsbera. Það verður skiln- ingi þínum ofvaxið, til hvers hún notar alla þessa hektólítra. Þú berð inn ótrúlegt magn af vatni kvölds og morgna og miðjan dag. Þrisvar á dag fyllir þú óteljandi koppa og kymur, bala og byttur og keröld, sem raðað er upp fyrir dyrum úti. Skjálfandi fetar þú flughála stíga á frostköldum morgnum með lífið (og tvær skjólur) í lúkunum. Allt geng- ur þolanlega, þangað til þú ert kominn á heimleið með tvær fleytifullar fötur. — Þá dettur þú kylliflatur með aðra fötuna undir þér og hina ofan á. Og meðan þú veltur nið- ur flughála brekku og virðir fyrir þér urmul af nýjum stjömum, krossbölvar þú öllum frosnum vatnsleiðslum og húseigendum í landinu — röltir af stað eftir nýju vatni í föturnar og dettur eða dettur ekki. — Það er ekki sjón að sjá þig á daginn — einkum og sérílagi ef langt er að brunninum og stórþvottur á ferðum. A hverri nóttu dreymir þig, að þú sért vatnsberi í Egypta- landi hinu foma — og vaknar svo upp til þess að vera vatnsberi í Noregi vorra daga. Þú steinhættir að geta séð vatn — og það í þeim mæli, að undir vorið ertu orðinn æði langdrukkinn. í maíbyrjun birtist svo lög- reglan til þess að flytja þig á drykkjumanna- hæli.... Þú getur losnað við allan þennan óhugnað með því að taka þér skóflu í hönd og grafa 10 niður á leiðslurnar á eigin spýtur, áður en þú tekur húsið á leigu. Þetta er ósköp lítil fyrirhöfn, því að ekki er dýpra niður á píp- urnar en svo sem átta sentimetrar. Síðan réttir þú úr þér og horfir þungbrýnn á eig- andann. Hann setur upp mesta sakleysissvip og er alveg undrandi. „Það gerir frostið í jörðinni“, segir hann. „Frostið!“ hrópar þú. „Já, en góði maður, þér virðist hafa gleymt því, að enn er há- sumar.“ ..Það er nú frostið samt“, segir hann. „Það hefur lyft pípunum upp. En þær dýpka vafa- laust á sér aftur, því að við höfum alltaf nóg vatn á vetrin. Frostið í jörðinni þrýstir leiðsl- unum niður á haustin, en lyftir þeim svo upp á vorin. Já, það er margt merkilegt í náttúr- unnar ríki.“ „Já, tvímælalaust“, segir þú, „en þó að ég elski náttúruna, getur hún samt orðið skrýt- in um of. Sú náttúra, sem hér leikur lausum hala, virðist a. m. k. ekki henta mér.“ Eftir ýmsar vangaveltur og samninga eru svo pípurnar grafnar hæfilega djúpt niður — þú tekur húsið á leigu, og hefði þetta gerst þannig, þá væri saga þessi óskrifuð enn. Eg var ekki svo einfaldur, að ég tryði þess- ari tröllasögu um pípurnar. En samt sem áð- ur —! Þegar fólk setur upp sárheiðarlegt andlit, eins og eigandinn gerði og engin skófla fyrirfinnst nálægt — í stuttu máli, ég hélt og vonaði, að allt yrði í lagi með þessar vatnsleiðslur. Nú, og svo stokkfraus allt fyrstu frostnóttina, og ég bar allt syndaflóðið inn í tveimur fötum. Eftirfarandi frásögn á rót sína að rekja til þessarar sorglegu staðreyndar. Þegar líða Reykjalundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.