Reykjalundur - 01.06.1958, Síða 39

Reykjalundur - 01.06.1958, Síða 39
ÓLAFUR ÞÓRÐAR: Vellíðan og vanlíðan heilbrigðra og sjúkra stjórnast að miklu leyti af hita- og kuldastigi loftsins, en þó ekki sízt af réttu rakastigi þess. (Ljósm.: Rich. Þorgeirss.). Hér hætti ég mér, án þess að hafa þann heiður að bera doktors- eða prófessorsnafn- bót (þó ekki væri nema „honoris causa“), inn á braut vísindamennskunnar. Bið ég því viðkomandi aðila hérlendis, að fyrirgefa mér að ég hefi orðið á undan þeim, en þeir hafa nóg að gera fyrir því. Hafi þeir tíma aflögu, þá mundi hann vera vel notaður — og vel þegið af öllum — ef þeir tækju þetta mál til frekari fyrirgreiðslu. ☆ Það byrjaði suður á Vífilsstöðum, svo tími gerðist nægur til þess að hugsa og veita því athygli sem skeði í kring um mann að af- loknu bókhaldinu fyrir Hauk pressara. Eitt var það, að appelsínu- og eplabörkurinn varð einkennilega fljótt þurr í undirskálinni þar sem hún stóð á marmaraplötu náttborðsins, og eftir nokkra klukkutíma glerharðnaður eins og tvíbaka. Rúmið var með gaflinn öðru megin nokkuð út á gluggann, en undir honum miðstöðvarofn. Til viðbótar við þurrt útiloftið — þegar um þurrkatíð var að ræða — kom svo þurrkandi hitaloft frá miðstöðv- arofninum, ásamt sólargeislanum beint á höfðalagið — en engar gardínur til að verjast sólarhitanum. Loftræsting fer fram í gegnum gangana, ýmist aftur á bak eða á- fram eftir því af hvaða átt vindur stendur, en loftþrýstingur svo mikill í roki, að spyrna varð í dyrastafi til þess að opna hurðir, ef vindur stóð á gluggana. Gardínur hefðu því farið út í veður og vind. A borðplötunni við aftara rúmið (Hauks), þurfti börkurinn helmingi lengri tíma til þess að þorna. Eg þorði aldrei að nefna þetta við Hauk, hann hefði bara sagt að ég væri vitlaus. Mér datt því í hug að e. t. v. væri svona þurrt loft ekki heppilegt fyrir svona fólk, og á vorin sprakk jafnvel húðin á handarbökum sumra, svo að úr blæddi. Ennfremur að loftþrýstingurinn í herbergjunum, sem í vindhviðunum verstu var svo snöggur og sterkur að sements-pússn- ingarlagið á milliveggjunum gekk fram og til baka, gæti einnig haft ill áhrif á veik innýfli. Það mun og vera staðreynd að í veðraköflum deyi fleiri heldur en í góðviðri, a. m. k. af þeim, sem þá eru í hættulegu ástandi. Það þarf líka minna að blása á dauft kertaljós heldur en sterkt — til þess að slökkva það, á sama hátt og léttara er að rétta við til fullr- Reykjalundur 37

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.