Reykjalundur - 01.06.1958, Side 29

Reykjalundur - 01.06.1958, Side 29
Hreinar tekjur á rekstrarreikningi sam- bandsins á árinu kr. 4.910.482.00. Fjárfesting í Reykjarlundi kr. 3.555.738.00. 1957: Utgáfa miða í Vöruhappdrætti S.I.B.S. auk- in í 65 þús. Lægstu vinningar hækkaðir úr 300 kr. í 500 kr. Sú breyting var gerð á hæstu vinningum, að bætt var við Vz milljón kr. vinningi í 7. flokki og 200 þús. kr. vinn- ingar settir í 2., 4., 9. og 11. flokk. Heildar- fjárhæð vinninga ársins kr. 7.800.000.00. ☆ Kvikmynd S.Í.B.S., „Sigur lífsins“, fullgerð á árinu. Frumsýnd í Svendborg í Danmörku í sambandi við stjórnarfund D.N.T.C., sem þar var haldinn 20. júní. Fékk lofsamlega dóma. Frumsýnd í Reykjavík 28. sept. að við- stöddum 500 manns, þar á meðal Forseta ís- lands og frú hans. Myndin sýnd víða um land, einnig var danska eintakið sýnt á 12 stöðum í Danmörku og síðan víða í Svíþjóð. ☆ í maímánuði hélt ensk danshljómsveit tón- leika í Reykjavík á vegum S.Í.B.S. Mikil að- sókn og góður hagnaður. ☆ Gefin út ný reglugerð um startsemi lána- sjóðs, samin með aðstoð lögfræðings sam- bandsins. ☆ Kjartan Guðnason og Oddur Ólafsson sátu stjórnarfund D.N.T.C., sem haldinn var í Svendborg í Danmörku, dagana 20.—21. júní. ☆ Oddur Ólafsson sótti 12. International Con- gress on Occupational Health (ráðstefnu um atvinnusjúkdóma og heilsuvernd á vinnu- stað), sem haldin var í Helsingfors 1.—7. júlí. ☆ 4. sept. Óskar Einarsson, fyrrv. yfirlæknir kjörinn heiðursfélagi S.Í.B.S. ☆ Hreinar tekjur af söfnun Berklavarnadags- ins kr. 267.182.00. Vikuna 8.—15. júlí dvöldust 2 fulltrúar frá hverri deild S.Í.B.S. að Reykjalundi í boði samtakanna. ☆ Sem á undanförnum árum flutti S.Í.B.S samfellda dagskrá í ríkisútvarpið, milli fyrri og seinni kvöldfrétta. föstud. 4. okt., í tilefni af Berklavarnadegi. Sömuleiðis var fluttur skemmtiþáttur eftir hádegisfréttir á Berkla- varnadaginn 6. ☆ Bæjarstjórn Reykjavíkur veitti S.Í.B.S. heimild til að reisa söluturn með biðskýli á Klambratúni við gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar. ☆ Fullgert og tekið í notkun íbúðarhús verk- stjóra plastiðjunnar í Reykjalundi. Járn smíðaskála komið undir þak. Unnið að skála nr. 1, sem rúma skal vörugeymslu og bíósal, sömuleiðis unnið að húslengjunni, sem tengir aðalbyggingu við skálana. * Með aðstoð og fyrirgreiðslu S.Í.B.S. náðu 8 áður berklasjúkar fjölskyldur eignarhaldi á íbúðum í raðhúsum þeim, sem Reykjavíkur- bær hefir látið byggja í Bústaðahverfi. Önn- ur félagsleg aðstoð stóraukin. ☆ Þann 20. nóv. lézt að Landsspítalanum í Reykjavík Garðar Jóhannesson, formaður Sjálfsvarnar að Kristneshæli. ☆ Útlán lánasjóðs S.Í.B.S. í árslok kr. 1.050.- 000.00. * Vistmenn að Reykjalundi voru í ársbyrj- un 82; 40 komu á árinu en 41 fóru, þar af 38 til vinnu en 3 á hæli aftur. Vistmenn í árs- lok 81. ☆ Hreinar tekjur á rekstursreikningi sam- bandsins á árinu kr. 3.532.126.00. Fjárfesting í Reykjalundi kr. 4.268.965.00. 1958: Engin breyting gjörð á rekstrartilhögun Vöruhappdrættisins. Revkjalundur 27

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.