Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 38
36
Dagdraumar
Öldur niða pungt við kalda
klettaströnd,
skefur snœ um vindisorfin
vetrarlönd.
Þorragustur gnauðar þaki á.
KóIgusvartar skýjamyndir
skunda um loftin blá.
Nu er gott að ganga draumadis
á liönd,
liða inn i löngu horfin
sumarlönd,
horfa yfir grœna velli, vötn og skóga,
lindir niða, loftið ómar, grösin gróa.
— Svifalétt með bros á vör
þú vitjar min.
Hvað er lífsins óskadraumur
utan þin,
töfrum slungna sólskinsbarnið
blárra skóga?
EINAR M. JÓNSSON:
Tvö kvæði
Gangstéttarblóm
Þau vaxa úr mold á milli steina.
Mölin hrjúfa blöðin sccrir.
Skugginn kaldi fölva fœrir.
Fátt, sem endurnœrir.
Brotin og af börnum slitin,
fótum troðin, fyrirlitin,
bitin.
Hér skal lifað oki undir.
Enginn rœður, hvar hann fceðist.
Þráin leitar langar stundir
fram á grccnar grundir.
Harðir sólar kreista og kremja,
kraminn leggur vœgðar biður.
— Enginn heyrir. — Aldrei friður.
Stéttarblómin biðja vindinn:
Blccr, þií himinborni andi,
frjáls og kominn lifs frá landi,
heyr þú oss, er á þig hrópum,
örlögvaldur,
oss, sem liðum langar stundir.
Börn vor frelsa, frcc vor berðu
fram á grundir,
fram á grccnar grundir.
Blœrinn þýtur, blcerinn niðar
bláum liimni undir
— Heyrnarsljór, á haustin kaldur.
Reykjalundur