Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 8

Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 8
söfnun í heilsuhælissjóð fyrir Norðurland. Með þátttöku Ungmennafélags Akureyrar héldu þær áfram fjársöfnun, unz sjóðurinn var í ársbyrjun 1925 orðinn allt að 100 þús. króna, sem mátti teljast ævintýraleg upp- hæð á þeirra tíma mælikvarða. Nú er því svo háttað um öll hugsjónaátök, að ef lang- ir tímar líða án þess markinu verði náð, eða markið jafnvel komi að fullu í augsýn, slakna átökin. Heilsuhælismál Norðurlands var því um þessar mundir komið í sjálfheldu deyfðar og vonleysis. En þá gerðust tíðindi. — Heilsuhælisfélag- inu gamla sunnanlands hafði verið breytt í Berklavarnafélag íslands. Árið 1919 eru þrír læknar skipaðir í milliþinganefnd í berkla- varnamálum og lög um berklavarnir sett samkvæmt tillögum nefndarinnar. í þeim lögum var mælt fyrir um það, að þar sem börn og berklasjúkir menn væru saman á heimili, skyldi gera annað tveggja: Flytja sjúklingana brott eða börnin. Úrræði áttu, samkvæmt tillögum nefndarinnar, að verða þau, að byggja eða leigja einskonar geymslu- skýli eða biðskýli fyrir berklasjúka menn, meðan þeir biðu þess, að komast til Vífils- staða eða í gröfina. Langmyndarlegasta skýl- ið átti að vera á Akureyri. Það átti að rúma 12 til 15 manns. En árið 1925 voru 119 berkla- sjúklingar í Akureyrar læknishéraði einu saman og berklaveikin sótti á með vaxandi ákafa um allt Norður- og Austurland. Þá kom jafnvel fram tillaga um það, að kaupa gamalt timburhús Ræktunarfélags Norður- lands til þessara nota, en þar veit ég vera brattasta stiga í öllu Norðurlandi. — Einn læknir í nefndinni, norðlenzkur að ætt, gerði ágreiningsorð um lausn málsins, að því er Norðlendinga varðaði og kvað ekki unnt að ganga fram hjá eindregnum óskum þeirra, því þeir myndu sjálfir bezt vita hvar skórinn kreppti. Hann lagði til, að byggt yrði viðbót- arskýli við Akureyrarspítala, sem rúmaði allt að 30 sjúklinga. — Ég efa ekki, að þið veitið því eftirtekt, að þessi tillaga hefir nú nýlega gengið aftur, að því er varðar berklavarnar- mál Norðlendinga. Hinn norðlenzki læknir átti kollgátuna. Norðlendingar vissu vel hvar skórinn kreppti 6 og þeim leizt ekki vel á tillögur nefndarinn- ar og þeim leizt ekki á blikuna, þegar Guð- mundur Bjömsson landlæknir lét svo um mælt, að ef ekki kæmi fyrir eitthvað alveg óvænt, myndu Norðlendingar þurfa að bíða í 30 ár eftir sínu heilsuhæli. Þessi ályktun landlæknis var vissulega í fullu samræmi við þau smáskornu sjónarmið, sem réðu til- lögum berklavarnanefndarinnar. En hið óvænta gerðist. Árið 1925 varð upphlaup um allt Norðurland í berklavama- málunum. Heilsuhælisfélag Norðurlands var stofnað á Akureyri 22. febrúar það ár og fjársöfnun hófst um allt land. Um haustið byrjuðu Norðlendingar að ryðja fram brekk- unni í Kristnesi og undirbúa húsastæði heilsuhælisins í sjálfboðavinnu og réttum tveimur árum síðar, haustið 1927, var Krist- neshæli vígt og tekið til nota. Alls þessa, sem ég hefi nú rakið, minn- umst við í dag með hlýrri þakklátssemi til allra þeirra, sem barizt hafa fyrir og lagt hönd að verki í berklavamarmálum landsins allt frá stofnun Heilsuhælisfélags Vífilsstaða. Það sem ég hefi hér rakið er forsaga sam- taka okkar. Berklaveikin var á öðmm og þriðja áratug aldarinnar skelfilegasta sjúk- dómsplága landsmanna. Fyrsta og brýnasta nauðsyn var að einangra berklasjúka menn, til þess að verja böm þjóðarinnar fyrir ofur- smitun. Stofnun heilsuhælanna vom stór skref í þá átt. Heilsuhælisfélögin voru stofnuð, til þess að ná ákveðnu marki um smitvamir og um viðeigandi sjúkravist og sjúkrameðferð berklasiúkra manna. Og er markinu var náð, liðu félögin undir lok. En jafnvel þó mikið ynnist á og vel tækist til um lækningu fjölda manna, var þó ekki nema hálfur sig- ur unninn. — Vegna smitóttans voru heim- ili landsins að miklu lokuð þeim mönnum, sem höfðu átt vist á heilsuhælum, enda þótt þeir væm þaðan útskrifaðir sem heilbrigðir. — Vinnustaðir landsins og almennar vinnu- kröfur hæfðu ekki fyrrverandi berklasjúk- lingum með takmarkaða starfsorku. Þessu þarf ég allra sízt að lýsa fyrir ykkur. Reykjalundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.