Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 5

Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 5
vanburði náttúrunnar hjá mörgum mönnum, ef ekki blátt áfram hafa á þá spillandi áhrif í menníngarlegum skilníngi. Þó íslendíngar hafi meira af heitu vatni í húsum sínum en nokkur þjóð önnur á jarðríki, og sápu eins mikla og menn vilja, þá eru landar vorir oft ekki nógu duglegir að þvo sér. Skandinavíu- menn, sem hafa lítið heitt vatn, eru hreinni. Jafnvel sumir oddamenn þjóðfélagsins hjá okkur gánga með óhreinindi undir nöglum á tyllidögum þegar þeir eiga að koma fram fyrir aðra menn sem fulltrúar íslenskrar menníngar innanlands sem utan. Þá grunar ekki einusinni að slíkt þyki miður sæmi- legt. Tröllmögnuð skólagánga allra þjóðfé- lagsþegna hefur ekki heldur getað komið í veg fyrir það að hér gángi fólk um götu sem hefur glatað niður íslensku túngutaki í öllum þessum skólum, svo jafnvel ólæsar öskukellíngar í afdölum töluðu betra mál til skamms tíma. Að hafa rétt mál var eitt meðal annars talið til andlegs þrifnaðar fyrr- um. Meðan siðmenníng helst ekki í hendur við skólamentun og almenna velgeingni í landinu, þá er gott að eiga enn myndar- heimili í sveitum. Hlutverk slíkra heimila stendur enn í fullu gildi, kanski aldrei eins- og nú. Mér hefur altaf fundist Reykjalundur í Mosfellssveit vera eitt lifandi dæmi þessara sígildu myndarheimila. Eg held að mig hafi einhverntíma endur fyrir laungu dreymt um að allar íslenskar sveitir væru samansettar úr þvílíkum myndarheimilum: glæsilegar hvirfíngar smárra hagkvæmra fjölskyldu- húsa sem skipað er umhverfis volduga menn- íngarhöll handa því fólki sem á landið og ræktar það, — einsog lundur umhverfis hlyn. Hið stóra miðhýsi „lundarins“ átti vitaskuld að vera í senn andleg aflstöð heimilisins og fyrstaflokks hótel fólksins. Við þessu líka híbýlaprýði fanst mér að þeir ættu að lifa sem eiga og rækta íslenska jörð. Einhver kaldhæðni finst mér liggja í því, að berklaveikir menn, og ekki horskir bænd- ur landsins skuli hafa framkvæmt þennan gamla draum um nýtísku íslensk myndar- heimili til sveita. Af hverju gánga þeir ekki á undan sem hraustir eru? Því er svarað til: berklaveikir menn fá alstaðar penínga. Ég svara: hraustir menn geta líka feingið penínga. Þá er sagt: það er einginn vandi fyrir þá berklaveiku, þeir hafa happdrætti. Mætti ég skjóta því inn að bændur hafa líka sitt af hverju þó þeir hafi ekki happdrætti; þeir hafa til dæmis kýr. Þessu er að vísu ekki neitað, heldur sagt sem svo: reykja- lundarmenn fá alskonar fríðindi. Svar: bænd- ur fá líka hitt og annað uppbætt. Þannig er haldið áfram að reyna að sanna mér að aungvir geti sett upp verulegt mynd- arheimili með nútímabrag til sveita á Islandi, nema þeir hafi berklaveiki. Draumar skáldanna reynast oft helsti fjar- stæðukendir. Bændur kæra sig ekki um að laga sig að draumaríngli. í meira en hundrað og fimtíu ár hafa öll íslensk góð- skáld lofsúngið silfurtærar ár þar sem þær bruna fram til sjár, „skínandi ár að ægi blám“. Víða í sveitum kem ég að þessum ám sem höfuðskáldin hafa verið að lofsýngja fyrir tærleik sinn kynslóð frammaf kynslóð, og hvað sé ég? Börnum sveitasælunnar dett- ur ekki í hug að taka mark á Jónasi Hall- grímssyni eða Steingrími og svoleiðis köll- um, heldur nota þessar frægu silfurtæru ár skáldanna til að kasta í þær ónýtu ryðjárni, gömlum koppum, rifnum dýnum eða brotn- um dívönum, dauðum hundum og hænsnum og þar frammeftir götunum. Rödd skáldanna dregur skamt. En meðan til eru myndar- heimili sem lýsa kríngum sig í sveitum landsins, staðir þar sem þrifnaður, smekkur og siðmenníngaráhugi fær að dafna, þá er ekki ástæða til að örvænta. Halldór Laxness. I*ann dag, sem Iieimurinn er orðinn góður hæltir skáldið að finna til, en fyr ekki. En um ieið hættir hann Iíka að vera skáld. — (í.axness). Reykjalundur 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.