Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 43

Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 43
O. HENRY: A leiksviði lífsins (O. Henry (William Sidney Porter) 1862—1910. Ameriskur smdsagnahöfundur, sem skrifaði geysi- legan fjölda smdsagna. Asamt Maupassant og Chekov einn kunnasti smásagnahöfundur, sem uppi hefur verið. Sögur hans fjalla flestar um daglegt lif aljiýðufólks, og eru ritaðar i knöppum stil, er oft pykir minna d simskeytamdl. Fjölmargir yngri höf• undar, einkum ameriskir liafa tckið O. Henry sér til fyrirmyndar). Kunningi minn, blaðamaður, sem hafði fengið tvo ókeypis aðgöngumiða, bauð mér nýlega á skemmtun í vinsælu fjölleikahúsi. Meðal annars skemmti maður nokkur, sér- kennilegur, með fiðluleik. Hann var á að gizka rúmlega fertugur, og hafði þykkt hár, sem mikið var tekið að grána. Þar sem tón- list hefur aldrei verið mín sterka hlið, skeytti ég lítið um spilverkið ,en athugaði manninn með því meiri athygli. „Það var allmikið spjallað um þennan snáða fyrir einum eða tveimur mánuðum“, sagði fréttaritarinn. „Þeir voru að stinga þessu að mér, og átti það að vera afskaplega fyndið og skemmtilegt efni í grein. Gamli maðurinn virðist kunna að meta hinar skop- legu lýsingar mínar á hversdagslegum at- burðum. Ójá, ég er einmitt núna að vinna að gamanleik. Jæja, ég labbaði einn góðan veð- urdag að húsinu og gróf upp öll smáatriði, en svo gafst ég alveg upp á því öllu saman. Eg venti mínu kvæði í kross og skrifaði í stað- inn létta lýsingu á jarðarför í austurbænum. Hvernig á því stóð? Ja, ég gat einhvernveg- inn ekki fundið neitt skemmtilegt við þetta. Kannske þú getir hnoðað úr því sorgarleik í einum þætti. Ég skal segja þér alla söguna.1' Eftir skemmtunina leysti kunningi minn frá skjóðunni, meðan við sátum að bjór- drykkju. ReykjalunDUR „Ég get ekki séð annað“, sagði ég, þegar hann hafði lokið máli sínu, „en að þetta ætti að geta orðið bezta gamansaga. Þessar þrjár persónur hefðu ekki getað hagað sér hlægi- legar og fjær öllum sanni, þótt þær hefðu verið leikarar á reglulegu leiksviði. Manni fer að þykja erfitt að greina á milli, hvað er leikur, og hvað er raunveruleiki, hvað eru leikarar á sviði og venjulegt fólk í daglegu lífi. En það er eins og Shakespeare sagði: „Aðferðin er það, sem máli skiptir“. „Reyndu þá að gera eitthvað úr þessu“, sagði fréttaritarinn. „Já, það skal ég gera“, sagði ég, og ég gerði það, til þess að sýna honum, hvernig hann hefði getað skrifað skemmtilegan dálk í blað- ið sitt. — Við Abingdon-torgið stendur hús eitt. A neðstu hæð þess hefur síðustu tuttugu og fimm árin verið lítil sölubúð og eru þar seld leikföng, smávarningur og ritföng. Kvöld nokkurt fyrir tuttugu árum var brúðkaupsveizla haldin í íbúðinni uppi yfir búðinni. Ekkjan Mayo átti húsið og verzlun- ina .Þetta kvöld voru þau gefin saman í heilagt hjónaband, Helena dóttir hennar og Frank Barry. John Delaney var svaramaður. Helena var átján ára og það hafði komið mynd af henni í Morgunblaðinu þennan dag við hliðina á „Wholesade morðkvendinu,“ sögu frá Butte. En eftir að augu þín og skyn- semi höfðu hafnað öllu sambandi milli mynd- ar og sögu, tókstu stækkunarglerið þitt og last undir myndinni þá skýringu, að hún væri ein í flokki mynda af afburða fegurðardísum í vesturbænum. Frank Barry og John Delaney voru glæsi- legir ungir menn úr sama borgarhluta og perluvinir. En báðir höfðu lagt sig í líma til þess að ná ástum Helenu. Þegar svo Frank 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.