Reykjalundur - 01.06.1958, Side 4
Myndar-
heimiU.
(Þess var jarið á leit við skáldið i Gljúfrasteini, að hann skrifaði
litinn póst í Reykjalund, eitthvað varðandi S. I. B. S. eða starfsemi
þess. Brást skáldið Ijiífmannlega við og sendi eftirfarandi grein um
heimilið að Reykjalundi. Kunnum vér honum beztu þakkir fyrir.
Ritstj.).
Áður fyrri voru myndarheimili sem svo
voru kölluð víða á Islandi. Þó ekki væri
nema eitt í sveit, stuðlaði slíkt heimili að því
að gera þá sveit góða. Myndarheimili voru
ekki ævinlega ríkisheimili. því íór fjarri,
heldur þeir bæir þar sem búið var með meiri
þrifnaði innan stafs og utan en á öðrum stöð-
um, og viðurgerníngur eftir því, svo við
heimafólk sem gesti og gángandi. Sumar
sveitir voru þó svo fátækar að þar var ekk-
ert slíkt heimili til, eingin stjarna sem lýsti
í svartnætti kurfsháttar, sóðaskapar og
smekkleysis. í slíkum sveitum nutu hin fjar-
lægu myndarheimili að vísu verðugs lofs,
en það var vitnað til þeirra einsog hálf
óraunverulegra staða sem menn kann að
dreyma um, en einginn gerir sig svo djarfan
2
að ætla að stýra þángað sinni för. Samt var
ekki dularfult í fari þessara heimila, né
fólksins sem bjó þar, — nema það hafði
tekið sóttkveikju menníngarinnar, ef ég
mætti tala í öfugmælum; eða hafði haft hana
í sér frá öndverðu.
Siðmenníng er hlutur sem ekki fer einsog
logi yfir akur. Á okkar dögum, þegar al-
menn skólamentun allrar þjóðarinnar hefur
verið lögskipuð, sannast það á, meðal ann-
ars í skólunum sjálfum, að undarlega há
hundraðstala þessarar litlu þjóðar virðist
vera lítt næm fyrir siðmenníngaráhrifum af
uppeldi. Ótrúlega margir íslendíngar í sveit
og bæ á íslandi virðast vera „ósíviliséran-
legir“. Oft virðast þessar lögboðnu skóla-
gaungur verða til þess eins að draga fram
Revkjalundur