Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 30

Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 30
Ólafur Björnsson formaður stjórnar Vinnu- heimilsins að Reykjalundi lézt 22. febrúar. Er hans nánar minnst í blaðinu. ☆ Hinn 10. marz, á 60 ára afmæli Þórðar Benediktssonar, forseta S.Í.B.S. gekkst Sambandið fyrir því, að Þórði var haldið samsæti í Þjóðleikhúskjallaranum. Voru Þórði og konu hans, frú Önnu, fluttar marg- ar ræður, þá bárust afmælisbarninu margar góðar gjafir og ógrynni heillaskeyta. Var samsætið allt hið virðulegasta, og fagnaður góður. ☆ Dagana 4.—6. júlí var haldið 11. þing S.Í.- B.S. að Reykjalundi og um leið minnst 20 ára afmælis sambandsins. — Hjörleifur Gunnarsson var kjörinn í sambandsstjórn í stað Guðmundar Jakobssonar. Árni Einars- son og Júlíus Baldvinsson áttu að ganga úr stjórninni en voru endurkjörnir. Formaður Vinnuheimilisstjórnar var kjörinn Ástmund- ur Guðmundsson. Sjá nánar um þingið á öðrum stað í blaðinu. ☆ Oddur Ólafsson endurkjörinn varaforseti sambandsins. Júlíus Baldvinsson endurkjör- inn gjaldk. og Kjartan Guðnas. kjörinn ritari. Kosnir í stjórn Vinnuheimilisins að Reykjalundi Höskuldur Ágústsson og Bald- vin Jónsson, báðir endurkjörnir. ☆ í byrjun júlí var haldið þing D. N. T. C. að Reykjalundi og minnst jafnframt tíu ára afmælis sambandsins. — Segir frá því á öðr- um stað í blaðinu. ☆ Fullgerð og tekin í notkun efri hæð hús- lengjunnar, 21 herbergi. Einnig nokkuð unn- ið við vinnuskálana. ☆ Á árinu tókst Sambandinu að hjálpa 17 fjölskyldum, áður berklasjúkum, til að eign- ast íbúðir í húsum, sem byggð voru á vegum hins opinbera, til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Allar þessar fjölskyldur voru eignalausar og févana og kom það því í hlut S.Í.B.S. að útvega þeim lán og aðstoða þær á allan annan hátt. Sambandið annast kostnað við bast- og tágavinnukennslu fyrir sjúklinga á Vífils- stöðum. Ennfremur kostnað við sníðanám- skeið á Vífilsstöðum, svo sem gert hefir verið undanfarin 5 ár. ☆ Oddur Ólafsson og Kjartan Guðnason, kosnir aðalfulltrúar í stjórn D. N. T. C. Vara- menn þeirra, Júlíus Baldvinsson og Hjörleif- ur Gunnarsson. ☆ Keypt plastmóta- og stansaverkstæði af Sig. H. Þórðarsyni og Gísla Friðbjarnarsyni. Kaupverð kr. 920 þús. Verkstæði þetta er til ómetanlegs gagns fyrir plastiðju Reykjalund- ar og gerir hana óháðari erlendum viðskipt- um. VINNINGAR BERKLAVARNA- D AGS I N S ☆ Eins og áður jylgja 300 vinningar merkjum Berklavarnadagsins. Vinn- ingsnúmerin eru fólgin rnilli laga í merkinu og getur kaupandi fyr.irhafn- arlaust opnað bakhlið þess og athug- að hvort hann hefir hlotið vinning. * i Aðalvinningur að þessu sinni er vandaður útvarpsgrammofónn með inn- byggðu segulbandi 20 þús. kr. að kaupverði gott útvarpsviðtæki og segulbandstæki. ☆ Aðrir vinningar eru plastvörur frá Reykjalundi og aðrir munir eigu- legir. 28 Reykjalundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.