Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 28
11. maí var dr. med. Sigurður Sigurðsson
berklayfirlæknir kjörinn heiðursfélagi S. í.
B.S. og síðar á árinu þeir Helgi Ingvarsson
yfirlæknir á Vífilsstöðum og Jónas J. Rafnar
fyrrv. yfirlæknir á Kristnesi.
*
Stofnframlag til lánasjóðs hækkað í kr.
550.000.00.
*
Tíunda þing S.Í.B.S. var haldið að Reykja-
lundi 24.—26. maí. — Á þinginu flutti Hjalti
Þórarinsson læknir stórfróðlegan fyrirlest-
ur um skurðaðgerðir á brjóstholi og lungum.
— Þingið samþykkti að vinna að eftirtöldum
málum, m. a.: Koma tryggingamálum berkla-
sjúklinga í viðunandi horf. — Halda áfram
byggingaframkvæmdum að Reykjalundi,
eins og frekast er unnt. — Fara fram á við
heilbrigðisyfirvöldin, að þau leiti jafnan álits
S.Í.B.S., ef til mála kæmu verulegar til-
færslur á milli hæla eða aðrar stórbreyting-
ar í málum þeirra.
Allmiklar breytingar urðu á stjórn sam-
bandsins. Kjörtímabil Gunnars Ármannsson-
ar, Þórðar Benediktssonar og Odds Ólafsson-
ar, var útrunnið. Einnig kjörtímabil forseta,
Maríusar Helgasonar, sem tekið hafði við
starfi úti á landi. Og einn samb.stjórnar-
manna, Ásberg Jóhannesson hafði látist á ár-
inu.
Gunnar Ármannsson baðst undan endur-
kjöri. Þórður Benediktsson var kjörinn for-
seti, Oddur Ólafsson var endurkjörinn og ný-
ir menn í stjórn voru kjörnir Árni Guð-
mundsson, Kjartan Guðnason og Árni Ein-
arsson.
í stjórn Vinnuhehnilisins að Reykjalundi
var kjörinn Ólafur Björnsson og til vara Ást-
mundur Guðmundsson.
í stjórn Vinnustofanna að Kristnesi: Ás-
grímur Stefánsson. Til vara: Kristbjörg Dúa-
dóttir.
Fyrsti forseti þingsins var Jónas Þorbergs-
son.
Að þinginu loknu sátu þingfulltrúar hóf, er
haldið var í Skíðaskálanum, en þar var frá-
farandi forseti sambandsins kvaddur, honum
fluttar þakkir og árnað heilla.
Oddur Ólafsson yfirlæknir kjörinn vara-
forseti S.Í.B.S. í stjórn Vinnuheimilisins að
Reykjalundi kjörnir Höskuldur Ágústsson
og Baldvin Jónsson.
☆
Keypt til plastiðjunnar seint í ágúst, stór
ný og fullkomin extrudervél, aðallega til
framleiðslu á vatnsrörum, allt að 6 tomm-
um að þvermáli.
*
Árni Einarsson og Kjartan Guðnason sátu
stjórnarfund D. N. T. C., sem haldinn var í
Lillehammer Noregi dagana 21.—26. júní.
☆
S.Í.B.S. heldur Helga Ingvarssyni yfir-
lækni á Vífilsstöðum veglegt samsæti á sex-
tugsafmæli hans, þ. 10. okt.
☆
Hreinar tekjur á Berklavarnadaginn kr.
315.000.00. Merkjum dagsins fylgdu 300 vinn-
ingar, þar á meðal ein fjögurra manna bif-
reið.
*
Húslengjunni, sem tengir aðalhús Reykja-
lundar við vinnuskálana komið undir þak.
Tekið í notkun íbúðarhús yfirhjúkrunarkonu
og ráðskonu. Hafin bygging fyrir verkstjóra
í plastgerðinni. Unnið að smíði vörugeymslu
og bíóskálans. Lagður grunnur að skála 4,
sem ætlaður er járnsmíðinni.
☆
Stórfelld breyting gjörð á rekstrartilhögun
happdrættisins. Verð niiðans hækkar úr 10
kr. í 20 kr. Lægsti vinningur hækkar úr 150
kr. í 300 kr. Hæstu vinningar í 1. og 12. fl.
eru hálf milljón krónur. Hæstu vinningar í
hinum flokkunum 100 þús. kr. Heildarfjár-
hæð vinninga 5 milljón og 500 þús. krónur.
Sala í 1. fl. rúmlega 97%.
•ír
Vistmenn að Reykjalundi voru í ársbyrj-
un 83, á árinu komu 46 en 47 fóru, 41 til
vinnu en 6 aftur á hæli eða sjúkrahús til að-
gerða. Vistmenn í árslok 82.
26
Reykjalundur