Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 28

Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 28
11. maí var dr. med. Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir kjörinn heiðursfélagi S. í. B.S. og síðar á árinu þeir Helgi Ingvarsson yfirlæknir á Vífilsstöðum og Jónas J. Rafnar fyrrv. yfirlæknir á Kristnesi. * Stofnframlag til lánasjóðs hækkað í kr. 550.000.00. * Tíunda þing S.Í.B.S. var haldið að Reykja- lundi 24.—26. maí. — Á þinginu flutti Hjalti Þórarinsson læknir stórfróðlegan fyrirlest- ur um skurðaðgerðir á brjóstholi og lungum. — Þingið samþykkti að vinna að eftirtöldum málum, m. a.: Koma tryggingamálum berkla- sjúklinga í viðunandi horf. — Halda áfram byggingaframkvæmdum að Reykjalundi, eins og frekast er unnt. — Fara fram á við heilbrigðisyfirvöldin, að þau leiti jafnan álits S.Í.B.S., ef til mála kæmu verulegar til- færslur á milli hæla eða aðrar stórbreyting- ar í málum þeirra. Allmiklar breytingar urðu á stjórn sam- bandsins. Kjörtímabil Gunnars Ármannsson- ar, Þórðar Benediktssonar og Odds Ólafsson- ar, var útrunnið. Einnig kjörtímabil forseta, Maríusar Helgasonar, sem tekið hafði við starfi úti á landi. Og einn samb.stjórnar- manna, Ásberg Jóhannesson hafði látist á ár- inu. Gunnar Ármannsson baðst undan endur- kjöri. Þórður Benediktsson var kjörinn for- seti, Oddur Ólafsson var endurkjörinn og ný- ir menn í stjórn voru kjörnir Árni Guð- mundsson, Kjartan Guðnason og Árni Ein- arsson. í stjórn Vinnuhehnilisins að Reykjalundi var kjörinn Ólafur Björnsson og til vara Ást- mundur Guðmundsson. í stjórn Vinnustofanna að Kristnesi: Ás- grímur Stefánsson. Til vara: Kristbjörg Dúa- dóttir. Fyrsti forseti þingsins var Jónas Þorbergs- son. Að þinginu loknu sátu þingfulltrúar hóf, er haldið var í Skíðaskálanum, en þar var frá- farandi forseti sambandsins kvaddur, honum fluttar þakkir og árnað heilla. Oddur Ólafsson yfirlæknir kjörinn vara- forseti S.Í.B.S. í stjórn Vinnuheimilisins að Reykjalundi kjörnir Höskuldur Ágústsson og Baldvin Jónsson. ☆ Keypt til plastiðjunnar seint í ágúst, stór ný og fullkomin extrudervél, aðallega til framleiðslu á vatnsrörum, allt að 6 tomm- um að þvermáli. * Árni Einarsson og Kjartan Guðnason sátu stjórnarfund D. N. T. C., sem haldinn var í Lillehammer Noregi dagana 21.—26. júní. ☆ S.Í.B.S. heldur Helga Ingvarssyni yfir- lækni á Vífilsstöðum veglegt samsæti á sex- tugsafmæli hans, þ. 10. okt. ☆ Hreinar tekjur á Berklavarnadaginn kr. 315.000.00. Merkjum dagsins fylgdu 300 vinn- ingar, þar á meðal ein fjögurra manna bif- reið. * Húslengjunni, sem tengir aðalhús Reykja- lundar við vinnuskálana komið undir þak. Tekið í notkun íbúðarhús yfirhjúkrunarkonu og ráðskonu. Hafin bygging fyrir verkstjóra í plastgerðinni. Unnið að smíði vörugeymslu og bíóskálans. Lagður grunnur að skála 4, sem ætlaður er járnsmíðinni. ☆ Stórfelld breyting gjörð á rekstrartilhögun happdrættisins. Verð niiðans hækkar úr 10 kr. í 20 kr. Lægsti vinningur hækkar úr 150 kr. í 300 kr. Hæstu vinningar í 1. og 12. fl. eru hálf milljón krónur. Hæstu vinningar í hinum flokkunum 100 þús. kr. Heildarfjár- hæð vinninga 5 milljón og 500 þús. krónur. Sala í 1. fl. rúmlega 97%. •ír Vistmenn að Reykjalundi voru í ársbyrj- un 83, á árinu komu 46 en 47 fóru, 41 til vinnu en 6 aftur á hæli eða sjúkrahús til að- gerða. Vistmenn í árslok 82. 26 Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.