Reykjalundur - 01.06.1958, Side 49

Reykjalundur - 01.06.1958, Side 49
Helena, manstu ekki eftir mér? — Abingdon Square), „mér þykir ákaflega fyi'- ir því, en ég verð að segja yður, að ég er gift kona.“ Og svo sagði hún honum sorgarsögu sína, eins og hugprúð kona verður fyrr eða síðar að gei'a, hvað sem það kostar. Ramonti greip hönd hennar, kyssti á hana, hneigði sig djúpt og hélt síðan upp í herbergi sitt. Helena settist niður og leit sorgbitin á hönd sína. Jæja, hún varð að segja sem var: Þrír biðlar höfðu kysst á þessa hönd, axlað sín skinn og haldið á brott. Áður en klukkustund væri liðin birtist dularfulli leigjandinn, sá með starandi augna- ráðið. Helena sat í pílviðarruggustólnum og prjónaði einhvern hégóma úr baðmullargarni. Hann kom niður stigann og stanzaði til þess að spjalla við frúna. Hann settist gegnt henni við boi'ðið, og ekki var löng stund liðin, er harm tók að tjá henni ást sína. Að ástarjátn- ingunni lokinni, sagði hann með mikilli á- kefð: „Helena, manstu ekki eftir mér? Ég hélt mig hafa séð það í augum þínum. Geturðu fyrirgefið hið liðna og minnst ástar minnar, sem lifað hefur í tuttugu ár? — Ég gerði þér mikið á móti — ég þorði ekki til þín aftur, fyrr en nú, að ástin varð öllu öðru yfii'- sterkari. Helena reis á fætur. Hinn dulai'fulli ó- kunni maður hélt skjálfandi höndum um aðra hönd hennar. Hún stóð þarna í upp- námi, hjarta hermar og sál á valdi tvenns- konar tilfinninga. Annarsvegar var minn- ingin um meyjarást hennar, um brúðgum- ann og ástina til hans, dýrmæt, helg minn- ing, sem var henni tákn um ti-yggð og heið- ur og eldheita æskuástina. En hún gat ekki lokað sál sinni fyrir annari'i minningu — síðari, næi’stæðari áhi'ifum. Og þetta tvennt barðist um völdin í sál hennar. Reykjalundur 47

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.