Reykjalundur - 01.06.1958, Page 30
Ólafur Björnsson formaður stjórnar Vinnu-
heimilsins að Reykjalundi lézt 22. febrúar.
Er hans nánar minnst í blaðinu.
☆
Hinn 10. marz, á 60 ára afmæli Þórðar
Benediktssonar, forseta S.Í.B.S. gekkst
Sambandið fyrir því, að Þórði var haldið
samsæti í Þjóðleikhúskjallaranum. Voru
Þórði og konu hans, frú Önnu, fluttar marg-
ar ræður, þá bárust afmælisbarninu margar
góðar gjafir og ógrynni heillaskeyta. Var
samsætið allt hið virðulegasta, og fagnaður
góður.
☆
Dagana 4.—6. júlí var haldið 11. þing S.Í.-
B.S. að Reykjalundi og um leið minnst 20
ára afmælis sambandsins. — Hjörleifur
Gunnarsson var kjörinn í sambandsstjórn í
stað Guðmundar Jakobssonar. Árni Einars-
son og Júlíus Baldvinsson áttu að ganga úr
stjórninni en voru endurkjörnir. Formaður
Vinnuheimilisstjórnar var kjörinn Ástmund-
ur Guðmundsson. Sjá nánar um þingið á
öðrum stað í blaðinu.
☆
Oddur Ólafsson endurkjörinn varaforseti
sambandsins. Júlíus Baldvinsson endurkjör-
inn gjaldk. og Kjartan Guðnas. kjörinn ritari.
Kosnir í stjórn Vinnuheimilisins að
Reykjalundi Höskuldur Ágústsson og Bald-
vin Jónsson, báðir endurkjörnir.
☆
í byrjun júlí var haldið þing D. N. T. C.
að Reykjalundi og minnst jafnframt tíu ára
afmælis sambandsins. — Segir frá því á öðr-
um stað í blaðinu.
☆
Fullgerð og tekin í notkun efri hæð hús-
lengjunnar, 21 herbergi. Einnig nokkuð unn-
ið við vinnuskálana.
☆
Á árinu tókst Sambandinu að hjálpa 17
fjölskyldum, áður berklasjúkum, til að eign-
ast íbúðir í húsum, sem byggð voru á vegum
hins opinbera, til útrýmingar heilsuspillandi
húsnæðis. Allar þessar fjölskyldur voru
eignalausar og févana og kom það því í hlut
S.Í.B.S. að útvega þeim lán og aðstoða þær
á allan annan hátt.
Sambandið annast kostnað við bast- og
tágavinnukennslu fyrir sjúklinga á Vífils-
stöðum. Ennfremur kostnað við sníðanám-
skeið á Vífilsstöðum, svo sem gert hefir verið
undanfarin 5 ár.
☆
Oddur Ólafsson og Kjartan Guðnason,
kosnir aðalfulltrúar í stjórn D. N. T. C. Vara-
menn þeirra, Júlíus Baldvinsson og Hjörleif-
ur Gunnarsson.
☆
Keypt plastmóta- og stansaverkstæði af
Sig. H. Þórðarsyni og Gísla Friðbjarnarsyni.
Kaupverð kr. 920 þús. Verkstæði þetta er til
ómetanlegs gagns fyrir plastiðju Reykjalund-
ar og gerir hana óháðari erlendum viðskipt-
um.
VINNINGAR
BERKLAVARNA-
D AGS I N S
☆
Eins og áður jylgja 300 vinningar
merkjum Berklavarnadagsins. Vinn-
ingsnúmerin eru fólgin rnilli laga í
merkinu og getur kaupandi fyr.irhafn-
arlaust opnað bakhlið þess og athug-
að hvort hann hefir hlotið vinning.
* i
Aðalvinningur að þessu sinni er
vandaður útvarpsgrammofónn með inn-
byggðu segulbandi
20 þús. kr. að kaupverði
gott útvarpsviðtæki og segulbandstæki.
☆
Aðrir vinningar eru plastvörur frá
Reykjalundi og aðrir munir eigu-
legir.
28
Reykjalundur