Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 39

Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 39
ÓLAFUR ÞÓRÐAR: Vellíðan og vanlíðan heilbrigðra og sjúkra stjórnast að miklu leyti af hita- og kuldastigi loftsins, en þó ekki sízt af réttu rakastigi þess. (Ljósm.: Rich. Þorgeirss.). Hér hætti ég mér, án þess að hafa þann heiður að bera doktors- eða prófessorsnafn- bót (þó ekki væri nema „honoris causa“), inn á braut vísindamennskunnar. Bið ég því viðkomandi aðila hérlendis, að fyrirgefa mér að ég hefi orðið á undan þeim, en þeir hafa nóg að gera fyrir því. Hafi þeir tíma aflögu, þá mundi hann vera vel notaður — og vel þegið af öllum — ef þeir tækju þetta mál til frekari fyrirgreiðslu. ☆ Það byrjaði suður á Vífilsstöðum, svo tími gerðist nægur til þess að hugsa og veita því athygli sem skeði í kring um mann að af- loknu bókhaldinu fyrir Hauk pressara. Eitt var það, að appelsínu- og eplabörkurinn varð einkennilega fljótt þurr í undirskálinni þar sem hún stóð á marmaraplötu náttborðsins, og eftir nokkra klukkutíma glerharðnaður eins og tvíbaka. Rúmið var með gaflinn öðru megin nokkuð út á gluggann, en undir honum miðstöðvarofn. Til viðbótar við þurrt útiloftið — þegar um þurrkatíð var að ræða — kom svo þurrkandi hitaloft frá miðstöðv- arofninum, ásamt sólargeislanum beint á höfðalagið — en engar gardínur til að verjast sólarhitanum. Loftræsting fer fram í gegnum gangana, ýmist aftur á bak eða á- fram eftir því af hvaða átt vindur stendur, en loftþrýstingur svo mikill í roki, að spyrna varð í dyrastafi til þess að opna hurðir, ef vindur stóð á gluggana. Gardínur hefðu því farið út í veður og vind. A borðplötunni við aftara rúmið (Hauks), þurfti börkurinn helmingi lengri tíma til þess að þorna. Eg þorði aldrei að nefna þetta við Hauk, hann hefði bara sagt að ég væri vitlaus. Mér datt því í hug að e. t. v. væri svona þurrt loft ekki heppilegt fyrir svona fólk, og á vorin sprakk jafnvel húðin á handarbökum sumra, svo að úr blæddi. Ennfremur að loftþrýstingurinn í herbergjunum, sem í vindhviðunum verstu var svo snöggur og sterkur að sements-pússn- ingarlagið á milliveggjunum gekk fram og til baka, gæti einnig haft ill áhrif á veik innýfli. Það mun og vera staðreynd að í veðraköflum deyi fleiri heldur en í góðviðri, a. m. k. af þeim, sem þá eru í hættulegu ástandi. Það þarf líka minna að blása á dauft kertaljós heldur en sterkt — til þess að slökkva það, á sama hátt og léttara er að rétta við til fullr- Reykjalundur 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.