Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Síða 9

Húnavaka - 01.05.1962, Síða 9
HÚNAVAKA 7 — Hefur þú trú á ungu fólki, Sigurður? — Já, víst hefi ég trú á ungu fólki, ef svo væri ekki, þá mundi nú viðhorfið til framtíðarinnar vera mjög á annan veg. Verst er að sveitunum helzt ekki á því fólki, sem þar vex upp. — Hvað er þá hœgt að gera svo að breyting verði á þessu? — Það hafa nú meiri menn en ég guggnað á að svara þeirri spurn- ingu, segir Sigurður. Fyrst og fremst þarf þjóðfélagið að búa þannig að því fólki, sem sveitirnar byggir, að það geti lifað í samræmi við heilbrigðar kröfur í nútíma þjóðfélagi. Eins og nú horfir hefur sveita- fólkið of litla möguleika til að sinna sínum hugðarefnum, utan hins daglega starfs. Af þessu leiðir andleg fátækt, sem svo þrengir sjón- hringinn og hneppir lífsviðhorfin í fjötra. Menntun er bændum ef til vill nauðsynlegri, cn flestum öðrum stéttum. Meiri þekking — skapar meiri víðsýni. Auðugir af þekkingu mundu bændur hafa víðari sjón- hring og standa betur saman til átaka. Sæmileg almenn menntun, sem undirbúningur sérnáms i búfræði, mætti ef til vill teljast gagn- fræðamenntun eða landspróf, en ég mundi þó telja æskilegt að hin al- menna menntun bænda miðaðist við stúdentspróf. Eins og nú horfir málum, er starf bóndans meir bindandi en flestra annarra stétta, og engin stétt mun leggja á sig meira líkamlegt erfiði. Þó er það ekki vinnan, sem mestu máli skiptir í þessu sam- bandi. Vinna bóndans er yfirleitt mikið úti og því hollari en margt annað, sé hún ekki gerð að striti. — Oft heyrist talað um það, að bóndinn sé sinn eigin húsbóndi, eða eins og það er stundum orðað, konungur í sínu riki, en hræddur er ég um það, að oft yrði fátæklegt í því konungsríki, ef illa væri sinnt þeim búpeningi, sem er undirstaða lífsafkomu bóndans. Og kannski eru það þarfir þessara ferfætlinga, sem rnestu ráða á heimilinu. — Bóndi þarf að hafa möguleika til að geta borgað aðstoð við bú- rekstur sinn sama verði og aðrar framleiðslustéttir. Hann má ekki vera sér þess meðvitandi alla sína starfsdaga, að starf hans sé að litlu metið, og jafnvel vanmeta það sjálfur — Það skiptir nú, að mínum dómi, mestu máli að bændur vanmeti sig ekki sjálfir og standi sam- an, bætir Valgerður húsfreyja við. Meðan við höfum rætt við Sigurð bónda, hefur húsmóðirin veitt okkur ríkulega — kaffi — brauð — kökur og gullnar veigar í glösum. Og milli þess, sem ég set þessa punkta á blaðið, nýt ég þessara góm-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.