Húnavaka - 01.05.1962, Page 10
8
HÚNAVAKA
sætu veitinga. Stefán vinur minn stillir nú öllu í hóf. Hins vegar er
ég ósköp veikur fyrir lystisemdum þessa heims.
Unga fólkið er allt gengið til náða og blessuð gamla húsfreyjan,
sem enn þá heldur sinni tilkomumiklu reisn, hefur einnig kvatt okkur.
Og svo tökum við aftur upp þráðinn.
— Það megum við hafa eftir Sigurði, að hann telur, að ekki hafi
verið tímabært að reisa í nafni bændastéttarinnar, og á hennar kostn-
að lúxushöll í Reykjavík, meðan önnur mikið meira aðkallandi vanda-
mál séu óleyst eða lítill gaunmr gefinn.
— Og þá er það nnga fólkið á Geitaskarði. Vex þaS frá heimilinu
við að fara í skóla til fjarlœgra héraða?
— Nei, síður en svo, ennþá er það heimakært, enda skoðun hjón-
anna, að í sveitinni séu mestir möguleikar til að veita vaxtarþrá bernsk-
unnar fullnægingu. Hin nána snerting við hina lifandi náttúru, dýr
og gróður, er líklegri til þroska vaxandi manni en flest annað.
— Við leiðum talið að hinu væntanlega byggðasafni Húnvetninga
og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði.
— Sigurður bóndi telur að hér muni stefnt í rétta átt með þessu
máli, en nú finnum við hve húsfreyjan er mikill Austur-Húnvetningur,
og sízt ætti ég að líta þá hornauga, sem átthögum sínum unna og
vilja veg þeirra sem mestan, enda þótt hér fari ekki saman okkar
sjónarmið.
— Og þá er það væntanlegur skyldunámsskóli fyrir nokkra hreppa
Austur-Húnavatnssýslu. Hér finnum við kannski gleggst viðhorf Geita-
skarðshjónanna til vegs og framtíðarmöguleika æskunnar í héraðinu.
Myndarlegt menntasetur á góðum stað, við hagkvæm skilyrði er þeim
stórt mál.
— Nú fáum við að líta á bókasafnið. Hér kennir margra grasa.
Ritverk erlendra og innlendra öndvegishöfunda fylla hér margar hill-
ur. Við snúum okkur að Sigurði bónda.
— Nú, þú sagðir áðan að tómstundir hyrfu í brauðstrit. «— Hvenær
lesið þið allar þessar bækur?
Þau líta hvort á annað, hjónin.
— Ég held það sé bezt að Sigurður svari þessu, segir Valgerður.
— Ojæja, ætli það sé ekki eins gott að Valgerður geri það. — Jú,
þessir lestímar eru oft klipnir af naumum svefntíma, svo að næstum
mætti segja að stundum sé hér um að ræða stolnar stundir.
Og þá hverfum við að búskapnum. Sigurður fræðir okkur á því,