Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Page 12

Húnavaka - 01.05.1962, Page 12
10 HÚNAVAKA búi Bjarna sýslumanns Magnússonar, hins síðasta af 12 sýslumönn- um, sem setið liafa Geitaskarð. Yfir hægindinu stendur gömul hilla, sem á er letrað kjörorð heimilisins: „Starfið er manns bezta blessun.“ Við kveðjum. Við erum ekki spámenn og sjáum skammt inn í fram- tíðina. En gott er að trúa jwí, að blóð Geitaskarðsættarinnar, sem renn- ur í æðum þessa unga fólks, sem hér vex upp, þynnist ekki, svo að reisn þessa stórbýlis verði um aldir fram ])ví mciri, sem menning og víðsýni vex með þessari þjóð. Stefán ræsir bílinn. — Yfir brúnum Langadalsfjalls blika stjörnur og leiftra norðurljós. Geimdjúpin eru óvenju blá í kvöld, stjörnur og norðurljós óvenju björt. — Það er hæð yfir norðurslóð. II. HöllustaSir. Þegar rökkrið færist yfir og flestir vinnandi menn hafa lokið önn hins líðandi dags, ræsir Stefán bílinn sinn. Eg hreiðra um mig í fram- sætinu, og svo er stefnan tekin, ýmist út með strönd eða inn til dala. Nú er ferðinni heitið að Höllustöðum. A Höllustöðum búa hjónin Pétur Pétursson og Hulda Pálsdóttir, Hannessonar bónda að Guðlaugsstöðum. Hér kanna ég ókunna stigu, hefi aldrei áður lagt leið mína í Blöndu- dal. Stefán aftur á móti, mun hafa stigið sín fyrstu spor, sem æsku- lýðsfræðari, á Jjessum slóðum, og að því er hann segir mér, á margar góðar minningar frá veru sinni hér á Höllustöðum. Bærinn stendur á hæð norðan eða austan undir lágum hálsi, vestan Blöndu. Ég get ekki skynjað vel umhverfið, vegna þess hve skuggað er orðið. Pétur bóndi stendur við dyr, jiegar við komum og býður okkur inn að ganga. Það gefur okkur strax léttari hugblæ að finna á viðmóti hjónanna, að við erum hér ekki óvelkomnir gestir. Aður en við komum, vissum við að hér er risið eitt hinna húnvetnsku stórbýla, enda þótt býlið eigi sér ekki langa sögu. Það er samkvæmt heimildum Föðurtúna, nýbýli frá 17. öld. Við höfum lika heyrt að ekki hafi verið stór sá fjárhlutur, sem Höllustaðahjónin réðu yfir, þeg- ar þau stofnuðu sitt heimili, og við fáum staðfestingu á því, hjá Pétri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.