Húnavaka - 01.05.1962, Page 12
10
HÚNAVAKA
búi Bjarna sýslumanns Magnússonar, hins síðasta af 12 sýslumönn-
um, sem setið liafa Geitaskarð. Yfir hægindinu stendur gömul hilla,
sem á er letrað kjörorð heimilisins:
„Starfið er manns bezta blessun.“
Við kveðjum. Við erum ekki spámenn og sjáum skammt inn í fram-
tíðina. En gott er að trúa jwí, að blóð Geitaskarðsættarinnar, sem renn-
ur í æðum þessa unga fólks, sem hér vex upp, þynnist ekki, svo að
reisn þessa stórbýlis verði um aldir fram ])ví mciri, sem menning og
víðsýni vex með þessari þjóð.
Stefán ræsir bílinn. — Yfir brúnum Langadalsfjalls blika stjörnur
og leiftra norðurljós.
Geimdjúpin eru óvenju blá í kvöld, stjörnur og norðurljós óvenju
björt.
— Það er hæð yfir norðurslóð.
II.
HöllustaSir.
Þegar rökkrið færist yfir og flestir vinnandi menn hafa lokið önn
hins líðandi dags, ræsir Stefán bílinn sinn. Eg hreiðra um mig í fram-
sætinu, og svo er stefnan tekin, ýmist út með strönd eða inn til dala.
Nú er ferðinni heitið að Höllustöðum.
A Höllustöðum búa hjónin Pétur Pétursson og Hulda Pálsdóttir,
Hannessonar bónda að Guðlaugsstöðum.
Hér kanna ég ókunna stigu, hefi aldrei áður lagt leið mína í Blöndu-
dal. Stefán aftur á móti, mun hafa stigið sín fyrstu spor, sem æsku-
lýðsfræðari, á Jjessum slóðum, og að því er hann segir mér, á margar
góðar minningar frá veru sinni hér á Höllustöðum.
Bærinn stendur á hæð norðan eða austan undir lágum hálsi, vestan
Blöndu. Ég get ekki skynjað vel umhverfið, vegna þess hve skuggað
er orðið. Pétur bóndi stendur við dyr, jiegar við komum og býður
okkur inn að ganga. Það gefur okkur strax léttari hugblæ að finna á
viðmóti hjónanna, að við erum hér ekki óvelkomnir gestir.
Aður en við komum, vissum við að hér er risið eitt hinna húnvetnsku
stórbýla, enda þótt býlið eigi sér ekki langa sögu. Það er samkvæmt
heimildum Föðurtúna, nýbýli frá 17. öld. Við höfum lika heyrt að
ekki hafi verið stór sá fjárhlutur, sem Höllustaðahjónin réðu yfir, þeg-
ar þau stofnuðu sitt heimili, og við fáum staðfestingu á því, hjá Pétri