Húnavaka - 01.05.1962, Side 13
H Ú N AVA K A
1 1
bónda, að þetta sé rétt. ,,En þetta hefnr blessast svona sæmilega eftir
ástæðum," segir hann og brosir ofurlítið.
Og nú gefum við honuni orðið:
— Hér á Höllustöðum er nú eingöngu aflað fóðurs handa búpen-
ingi á ræktuðu landi. Þar sem áður voru slægjulönd, hefur nú verið
tekið til ræktunar. Mestar hafa þessar framfarir orðið á tiltölulega
stuttu árabili, því að hér var mjög örðugt um ræktunarframkvæmdir,
þangað til skurðgröfur komu, vegna þess hve hér er mikið mýrlendi.
Eg hefi nú að mestu gefið frá mér fjáreign, en halla mér að kúnum.
Páll sonur minn, sem nú hefur byggt nýbýli á helming jarðarinnar,
hefur aftur á móti fjárbúið. Hann hefur þar allt uppeldið, en ég aðeins
mínar gömlu ær, meðan þær eru að telja út. Yinna er öll félagsleg
fyrir bæði búin.
Ég tel betri afkomumöguleika fyrir þá, sem bæði hafa sauðfé og
kýr, enda alltaf hægt að stækka búin með kúm, aðeins með því að
auka ræktun landsins og nota ræktað land til beitar jafnframt, en þá
er nauðsynlegt að hólfa beitilandið. Hér á heimilinu munu væra rúm-
lega 400 fjár og annast Páll hirðingu þess einn, og virðist mér, ef
húsakostur er haganlegur, sem einn maður geti annað því starfi svo
vel fari, án þess að leggja á sig meira erfiði en svo, að nokkrar tóm-
stundir fáist, til að sinna öðrum hugðarefnum.
Búin þurfa að vera það stór, þar sem bæði er um sauðfé og naut-
gripi að ræða, að fullt verk sé þar fyrir tvo menn, sem sinni sínu starf-
inu hvor, eða þá félag tveggja, sem skipta með sér verkum.
Nú orðið er sumarið auðveldasti tími bóndans, hvað vinnuerfiði snert-
ir — var áður erfiðast. Hafi menn bæði fé og kýr, þá er veturinn
nú, mjög erfiður einyrkja, sé um eitthvert bú að ræða.
Rafmagn er að mínu viti, eitt af því nauðsynlegasta við búskapinn,
og tel ég þess enga von, að byggð haldist þar, sem það kemur ekki
bráðlega.
— Þú ert formaður Búnaðarsambands A.-Húnvetninga, Pétur.
— Já, eins og er. Það hefur á prjónunum áframhaldandi og aukna
ræktun lands og búfjár. Rekstur þess gekk sæmilega síðast liðið ár, enda
þótt verkfallið hindraði eða tefði fyrir framkvæmdum. Af því leiddi
erfiðleika með útvegun varahluta og komust sumar vélarnar seinna út
til starfs en ella. Ég held ég verði að segja ykkur til gamans frá því, að
önnur skurðgrafan gróf 77.777 rúmmetra. Það er dálítið sérstæð tala.
Búnaðarsambandið vill á félagi við Kvenfélagasamband og Ung-