Húnavaka - 01.05.1962, Síða 14
12
HÚNAVAKA
mennasamband sýslunnar, vinna að aukinni fegrun í umgengni utan
húss bæði í sveit og við sjó. Telur það að hér sé um stórt menningar-
atriði að ræða, sýslubúum til aukins vegs og sæmdar.
— Telur þú erfiðara fyrir ungt fólk að hefja búskap í sveit nú en
á þeim árum, serti þú byrjaðir?
— A fjórða tug aldarinnar, eða þegar ég byrjaði, voru erfið ár fyrir
landbúnaðinn, þótt góðæri væri frá náttúrunnar hendi. Á fimmta tugn-
um kom véltæknin í þágu landbúnaðarins fyrst verulega til sögunnar
og olli straumhvörfum. Hún og fremur hagstætt verðlag varð til þess að
þá komu nokkur ágæt ár, og það ástand hélzt þar til fyrir örfáum árum.
Nú sýnist mér margt mun örðugra og finnst of mikil bjartsýni að búast
við að fólk staðfestist í sveit, nema mun meiru fjármagni verði veitt til
landbúnaðarins en verið hefur, og lánsfjárþörfinni fullnægt betur með
lengri og hagkvæmari lánum. En fyrsta skilyrðið er þó að verðlagning
landbúnaðarafurða sé sanngjörn og eðlileg; þannig að þeir, sem land-
búnað stunda, hljóti sömu laun erfiðis síns og þeir, sem hliðstæð störf
vinna. I verðlagsgrundvellinum verður að taka fullt tillit til allra sann-
anlegra útgjaldaliða bóndans, en nú teljum við bændur að mikið skorti
á að það sé gert.
Ég býst við að erfitt sé að svara því hvort fólk sé í raun og veru
óánægðara með hlutskipti sitt í sveitinni en áður var, en möguleikar til
lífsbjargar á öðrum sviðum eru fleiri. Hér í sveitinni mun fólkinu hafa
fækkað um 20 manns á síðustu 15 árum, og auk þess um alla eðlilega
fólksfjölgun.
Það mundi mjög auka framtíðarmöguleika héraðsins hvað snertir
búskap og menningu, ef á góðum stað risi upp fullkomið tilraunabú og
á sama stað mætti jafnframt rísa frá grunni myndarlegt skólasetur.
Samskóli fyrir sem flesta hreppa sýslunnar er mér mikið áhugamál,
og tel ég að skólamál sveitanna verði ekki með öðru móti leyst á við-
unandi hátt.
— Hvað með byggðasafnið, Pétur?
— Ég get ekki þrætt fyrir, að ég álít meira menningaratriði að það
verði byggt að Reykjum í félagi við Strandamenn.
— Mér er sagt að börn ykkar Höllustaðahjóna hafi öll notið ágœtrar
menntunar, þrjú þau eldri hafi lokið stúdentsprófi og yngsti sonurinn
sé í landsprófsdeild á Akureyri?
— Já, eins og ég gat um áðan, þá hefur Páll elzti sonurinn byrjað
hér búskap.