Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Side 23

Húnavaka - 01.05.1962, Side 23
H Ú N AVA K A 21 jarðrækt með hestum. Slíkt þættu léleg vinnubrögð nú og væru raun- ar óframkvæmanleg, eins og málum er komið. Er mér óhætt að segja að það var ekki hagnaðarvon, sem þeim störfum réði. Frá því óg var smástrákur hef ég alltaf verið að rækta meira og minna — fyrst auðvitað í smáum stíl, aðeins túnasléttur með undirristu- spaða að vopni. Eg held ég sé fæddur með þessari áráttu til að rækta. Þó að ég sé ekki svartsýnn á framtíðina, þá er mér ljóst, að því fólki fækkar smátt og smátt, sem fer í búskap, verði ekki miklu auknu fjármagni veitt til þess atvinnuvegar. Ungu fólki þarf að vera ljóst að með dugnaði og hagsýni hafi það möguleika til sambærilegra lífskjara við það, sem bezt gerist hjá öðr- um stéttum. Fólk verður ekki í fölskvanum, það staðnæmist þar við eldinn, sem bezt brennur. Eins og nú horfir getur búskapur ekki borgað sama kaup og aðrir atvinnuvegir, og af þeim sökum má búast við nokkurri stöðn- un í framþróun hans. Góðar samgöngur — rafmagn — sími — eru undirstöðuatriði. Allar þessar framkvæmdir útheimta mikið fjármagn, og þar sem þjóðfélagið í dag hefur ekki efni á að gera allt í einu, þyrfti að skipuleggja upp- bygginguna meira en nú er gert, með tilliti til þess að landbúnaðurinn veiti sem flestum, er hann óska að stunda, þessi þægindi. Jafnvel þótt ekki sé hægt að sporna við því, í bili, að hinar afskekkt- ari sveitir dragist aftur úr í þeirri þróun, þá hlýtur að koma að því, með vaxandi fólksfjölda þjóðarinnar, að allar landsnytjar verði nýtt- ar, hvar sem þær er að hafa. En þetta tekur sinn tíma. Ég mundi vera því mjög fylgjandi að fá hér upp nokkurs konar landbúnaðarmiðstöð. Húnavatnssýsla er eitt bezta landbúnaðarhérað landsins, hvað snertir frjósemi og veðráttu. Slik stofnun, sem styddi að framförum og verkmenningu, mundi laða ungt fólk, auka því bjart- sýni og Joar út frá myndast mörg ný heimili. — HvaS viltu svo segja okkur um þína sveit, Vatnsdalinn, Grímur? — Fyrst þið spyrjið sérstaklega um það, þá er því til að svara að Vatnsdalur er góð sveit og verður ætíð góð sveit. Félagslíf er ágætt eftir atvikum, en þó auðvitað takmarkað vegna fólksfæðar. Sveitarbrag- urinn er laus við baknag og undirhyggju. Við Vatnsdælingar lítum á okkur sem jafningja og hittumst sem slíkir hvort sem er til mannfunda eða mannfagnaðar. Auðvitað greinir okkur á um ýmis mál, og þar ver hver sinn málstað eftir föngum, en það breytir ekki okkar félags-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.