Húnavaka - 01.05.1962, Side 35
HÚNAVAKA
33
hafa Reykvíkingar komið sér upp bvggðasafni, þrátt fyrir Þjóðminja-
safnið þar.
Það eru einkum burtfluttir Húnvetningar, sem vilja með sameiginlegu
byggðasafni reyna að sameina aftur Húnavatnssýslur að einhverju leyti.
Húnvetningar hafa sem betur fer fram að þessu ekki látið aðra hugsa
fyrir sig og þeim er farið að förlast, ef þeir láta gera það i þessu máli.
Og hvað snertir sundrung Húnvetninga, þá er of rnikið gert úr því. Það
er of langt fyrir vestursýsluna að sækja verzlun til Blönduóss. \'erzlunar-
staður reis því upp á Hvammstanga og þá ekki nenia eðlilegt, að miðstöð
héraðsins færist þangað. Vestur-Húnvetningar byggðu t. d. ekki sína
mjólkurstöð af neinum sundrungarvilja, heldur af illri nauðsyn. En hún
verður líka lyftistöng fyrir Hvammstanga, þegar timar líða.
Það var heldur ekki af neinni illmennsku að sýslunefnd \’-Hún. ákvað
að hætta að styðja kvennaskólann hér og alls ekki sársaukalaust, einkurn
fyrir konur héraðsins. Þetta var aðeins þróun tímans. Því skyldi fámenn
sýsla leggja á sig rniklar fjárhagsbyrðar, en fá s\ o í raun og veru ekkert
í staðinn.
A-Hún. var ekki með að byggja Reykjaskóla og því skyldi þá \'-Hún.
sem átti nóg með sig, ausa fjármunum til Blönduóss. Gömlu konurnar.
sem börðust fyrir skólanum og komu honum á legg, \-oru allar, og þeir,
sem réðu, höfðu aldrei neinu þurft að fórna og litu á skólann sem sjálf-
sagðan hlut. Og það er þetta, sem ég óttast að endurtaki sig, það verður
ef til vill hægt að ná samstöðu um að reisa byggðasafn á Reykjaskóla
og reka það í nokkur ár eða áratugi.
En hvað svo eftir t.d. 20-30 ár? Er útilokað að sarna hugsunarhætt-
inuni skjóti hér upp eins og vestur frá, varðandi kvennaskólann og að
Austur-Húnvetningar telji ekki heppilegt að styrkja byggðasafn á
Reykjaskóla, og þá stöndum við uppi ntunalausir?
Ég vil að lokum færa burtfluttum Húnvetningum þakkir fyrir hlýhug
til héraðsins og stuðning við framfaramál þess og við viljunt fá að njóta
þess stuðnings framvegis til þess að koma fram þeim áhugamálum okkar,
sem efst eru á baugi hverju sinni.
Hvatningin kemur frá ykkur, en látið okkur ráða hvað verður gert
og hvernig það verður gert.