Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Síða 41

Húnavaka - 01.05.1962, Síða 41
HÚNAVAKA 39 „Já, það er alauð jörð í gilinu, og þær fóru samstundis að bíta og þær komu niður,“ segir drengurinn. Næsta morgun, þegar fólk kom á fætur í Rugludal, var Helgi horfinn. Rétt fyrir hádegi kom hann heim. „Gott hjú ertu, góði minn, því að ærnar hafa það ágætt á gilinu,“ segir hann við drenginn. Helgi hafði þá fjörutíu fjár heima, veturgamalt fé og lömb, og var orðinn heylítill fyrir það líka. Þá segir hann: „Eg ætla að biðja þig að hjálpa mér með heimaféð vestur á gil. Eg ætla að hleypa því til ánna.“ Héldu þeir nú vestur á gil með féð, komu því saman við og fóru síðan heim. Nú gengu kuldar og norðanköst í þrjár vikur eftir þetta, en um miðjan einmánuð hlánaði og gerði góða tíð. Þegar kom fram á sumarmál fóru ærnar að koma heim á tún, litu þær mjög vel út og margar farnar að spretta frá sér. Frá þessum atburði sagði mér Páll Hannesson á Guðlaugsstöðum. Til áréttingar um veðursældina á Blöndugili er frásögn sú, sem hér fer á eftir, en hana sagði mér Sigvaldi Björnsson á Skeggstöðum. Helgi Þorsteinsson varð geðveill, og varð að hætta búskap af þeim sökum. Það var harðindaveturinn 1886-87. Um sumarmál þá um vorið leggja þeir af stað fram að Rugludal, Hannes á Eiðsstöðum og Ingvar í Sólheimum og taka upp bæði fólk og kýr, en ánum var sleppt fram á Blöndugil, og voru þær umhirðulausar allt vorið. í harðindunum um vorið fóru bændur í sveitinni að tala um, að fátt muni nú vera lifandi af ánum hans Helga. Átta vikur af sumri fór Ingvar í Sólheimum fram að Rugludal að smala gilið. Heimtust þá allar ærnar og allar með góðum lömbum, nema ein, sem misst hafði undan sér. Kemur það tæplega fyrir að norðan stórhríðar nái fram að Rugludal og fram á Blöndugil, eftir að komið er fram yfir sumarmál. En vorið 1887 varð ógurlegur fjárfellir vegna stórhríðarkafla, er gerði úr miðj- um maá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.