Húnavaka

Ataaseq assigiiaat ilaat

Húnavaka - 01.05.1962, Qupperneq 43

Húnavaka - 01.05.1962, Qupperneq 43
HÚN AVAK A 41 „Nei, vinur minn,“ svarar Jóhanna blíðlega og horfir ástúðlega í augu mín, eins og þegar við vorum í tilhugalífinu, þó að nú séu bráð- lega 12 ár síðan. „Ég bið að heilsa Ellu og Inga,“ segi ég um leið og ég lagfæri dálítið vandræðalegur hattinn á höfðinu. „Ég skal skila því, vinur minn.“ Þetta er samtal, sem hefir verið endurtekið á litla heimilinu okkar síðustu 8 árin — já, síðan Ingi litli fæddist. En næstu 3 árin áður, var það að sjálfsögðu aðcins Ella, sem ég gat beðið að heilsa. Ég gekk nú til Jóhönnu, laut niður að henni og kyssti hana innilega: „Vertu sæl, elskan.“ „Vertu sæll, vinur.“ Ég þreif skjalatöskuna mína og gekk út. Þegar ég kom út að hliðinu, leit ég við. Jóhanna stóð við opinn borðstofugluggann og veifaði til mín. Ég veifaði á móti. Enn ein endurtekning — áragömul, en þó alltaf svo heillandi fögur og fersk. Ég geng út á götuna. Umferð gangandi fólks og allskonar farartækja tekur upp athygli mína. Ég er ekki lengur innan öruggra vébanda heim- ilisins. Hér verð ég að gæta mín. Nú eru jjað ekki blíðubros og vinmæli, sem mæta mér, heldur þrotlaus þjáningarsvipur fólks, sem er að flýta sér, einhverra hluta vegna, fólks, sem er að gæta sín — ef til vill fyrir mér. Ég kýs að ganga fremur en að taka strætisvagninn, því að ég hef nægan tíma, og þrátt fyrir ys og þys götulífsins, er þó sólskinið ylríkt og 'blátt, og kyrrð og fegurð himinsins töfrandi þennan sumardagsmorgun. Nokkur olnbogaskot svipta mér öðru hvoru upp úr friðsælum hugsun- um. Bílaöskur og köll blaðsöludrengja þvinga mig til þess að meðtaka ögn af ókyrrð umhverfisins í huga minn. Lítill telpuhnokki stendur í náttfötunum í dyrum eins hússins við götuna og kallar grátandi á mömmu sína. Ég geng til hennar og klappa á vanga hennar og bið hana að flýta sér inn. En hún virðist ekki taka eftir mér og kallar sem ákafast. „Vertu róleg, væna mín. Mamma þín kemur bráðum,“ segi ég, án þess að gera mér ljóst, að ég vissi alls ekki, hvort ég var að segja henni sannleikann. Nú lítur hún á mig tárvotum augum. „Mamma,“ segir hún ofurlítið lægra en áður. Svo lítur hún aftur út á götuna og hrópar hærra en nokkru sinni áður: „Mamma.“ Há og tíguleg kona kemur í áttina til okkar. „Elsku barn, hvað er að sjá þetta. Flýttu þér inn,“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Húnavaka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.