Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Side 44

Húnavaka - 01.05.1962, Side 44
42 H Ú NAVAKA segir hún og grípur í útrétta hönd barnsins — og þær hverfa inn um dyrnar. Ég stend einn eftir. Ég er ekki til í heimi þeirra, og samt sem áður er ég 36 ára karlmaður, húsbóndi á yndislegu heimili, skrifstofu- maður, sem vinn 8 klukkustundir á dag. Nei, fyrir þeim er ég aðeins einn þessara þúsunda, sem ganga fyrir utan húsdyr þeirra á hverjum degi. En þær eiga sitt heimili — sem ef til vill er þeirra Paradís — en þar er ég ekki til. Ég geng aftur út í mannþröngina, tek á móti olnbogaskotum og olnboga mig áfram, eins og aðrir. Loks geng ég inn í skrifstofubygginguna, hengi hattinn minn og yfir- höfnina í klæðaskápinn, og fer síðan inn á skrifstofuna. Svo hefst starf dagsins. Bókfærðar tölur — tölur og orð — orð, sem aðeins teljast til nokkurs nýt í viðskiptalífinu. Stúlka réttir mér fjölda bréfa og blaða. Það er eitt af aðalverkefnum hennar. Hún gerir skyldu sína. Störf hennar eru vélræn. Hún selur starfsorku sína í vélritun, til þess að fá að halda áfram að lifa — fá pen- inga. Ef til vill hefur hún séð kápu, kjól eða hatt í búðarglugga á leiðinni til skrifstofunnar og dreymir nú dagdrauma um þennan dægurhlut, sem kannske yrði kominn úr tízku eftir örfáa daga. Stundirnar þokast áfram ein eftir aðra, líkt og dropar í fljóti, sem streymir áfram til óssins. Það er komið að hádegisverði. Ég er farinn að hugsa til heimferðar. Þá kveður skyndilega við angistaróp: ,,Það er kviknað í húsinu!“ Ég hrekk við. Öll værð hversdagsleikans hverfur mér á svipstundu. Ég stekk á fætur og þýt til dyra. Ég ríf þær upp á gátt. Reykjarsvælu leggur á móti mér. Ég skelli dyrunum aftur og rýk í símann. Næ sambandi við slökkvistöðina. Jú, slökkviliðið er þegar farið af stað. Megn reykjarsvæla þrengir sér inn í herbergið. Stúlkan, sem færði mér bréfin, kemur hlaupandi inn til mín, eins og eitthvert æðandi villidýr sé á hælum hennar. Dagdraumar hennar eru nú áreiðanlega ekki lengur til. Nú er það lífsþráin ein, sem henni er nokkurs virði. Nú má tízkan eiga sig. Það er ekki hið ytra eitt, sem gerir kröfurnar. „Ó, Guð minn góður! Húsið brennur!“ hrópar hún í örvæntingu vonleysisins. „Við verðum að reyna að komast út um aðrar dyr,“ svara ég eins rólega og mér er unnt, geng að herbergi hennar og fer þar inn. Ég finn að stúlkan grípur um handlegg minn. Nei, hér er engu minni reykur. Við æðum út á ganginn og eftir honum. Loks komum við að stiga, sem liggur niður að bakdyrum þessa gamla húss. En þar er líka reykjarkaf.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.