Húnavaka - 01.05.1962, Side 47
HÚNAVAKA
45
Margir hafa vottað mér virðingu sína, \iðurkenningu og jafnvel
óvænta vináttu. Mér hafa boðizt mörg tilboð um margskonar atvinnu
og boðið kostakaup. En ég hef kosið að vinna áfram hjá sama fyrirtæk-
inu. Það hefir hækkað laun mín, án þess að ég óskaði þess. Bráðum
mun ég geta tekið til starfa. Eg verð í nýju húsnæði, því að gamla húsið
er gersamlega eyðilagt eftir eldsvoðann. Það sem eftir er af því verður
rifið, en annað hús reist á grunninum. Meðan verið er að bvggja nýja
húsið, hefir fyrirtækið fengið leigt í nýju steinhúsi.
Sigrún — stúlkan, sem fylgdi mér á þröskuld dauðans í brennandi
húsinu, verður við sama starf.
Bráðum erum við komin niður af öldufaldinum, sem lyfti okkur um
stund upp úr mannhafinu. Senn erum við orðin tveir litlir dropar í því
reginhafi.
En ég er þakklátastur öllum, sem hafa létt mér byrðar þjáninganna
í sjúkrastundum mínum. En það er eitt, sem ég tel mér skylt að þakka
öllu öðru fremur, og það er lífið, sem mér var gefið. Ég kunni fyrst að
meta það og fann að það var dýrmætast alls, þegar ég var kominn að
því að missa það. Já, dýrmætast alls er að eiga líf, sem jafnvel eldurinn
ekki fær tekið frá manni — eilíft líf. Lof sé almáttugum Guði.
ÞÓARINN ÞORLEIFSSON frá Skúfi:
SKÝJAFAR
Skýin hrannast himni á,
hvert á annað stjaka.
Storms við annir á sig fá,
ásýnd manna hraka.
GLANNI
Kvendin spannar seggur sá,
sízt að granna högum.
Þessi glanni gengur á
guðs og manna lögum.