Húnavaka - 01.05.1962, Page 51
HÚNAVAKA
49
Svartárdal um 1783. Foreldrar hans voru: Olafur Sveinsson (bónda í
Finnstungu Jónssonar) og kona hans Guðrún Benediktsdóttir (bónda í
Holtastaðakoti, Benediktssonar). Olafur og Guðrún byrjuðu búskap á
Leifsstöðum, en fluttu síðar að Finnstungu og loks að Geithömrum 1799
og þar lézt Olafur 4. júlí 1817, en Guðrún ekkja hans heldur áfram
búskap á Geithömrum með aðstoð Sigurðar sonar síns og tengdadóttur,
en þeirri samhjálp lauk með þeim voveiflegu atburðum, sem hér hefur
verið lýst.
Hólmfríði og Sigurði hafði áður fæðst dóttir, er Sigríður hét.
Tveim árum eftir lát Hólmfríðar, vorið 1821, flytjast þau feðgin,
Sigurður og Sigríður, vestur að Miðhúsum í Sveinsstaðahreppi. Arið
áður höfðu þau átt heima í Ljótshólum. Sigríður hafði verið þar í hús-
mennsku með ráðskonu, Kristínu Halldórsdóttur að nafni (f. um 1797)
og fluttist hún vestur með þeim feðginum.
BJARNI PÁLSSON:
ÓSK
Árið gamla er ég kveð
efst er það í sinni.
Gaman væri að geta séð
grein af framtíðinni.