Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Page 55

Húnavaka - 01.05.1962, Page 55
HÚNAVAKA 53 Ingólfs afhjúpuð kl. 2, svo sem ákveðið hafði verið við frestun þeirrar athafnar. Allþétt rigningarskúr var á, er athöfnin hófst, og var ekki laust við að nokkrir landanna, sem ekki höfðu höfuðföt, væru farnir að hrista kollana, en fljótlega hætti að rigna og gerði hið bezta veður, svo sem vera bar á slíkum degi. Athöfnin fór hið bezta fram, virðulega og hátíðlega. Mæltizt dóms- málaráðherra mjög vel, svo sem hans var von, og sama má segja um Auði Auðuns, er mætti þarna f.h. Reykjavíkurborgar. Norðmennirnir létu heldur ekki sitt eftir liggja og ekki ástæða að draga í efa, að þeirra ákaflega vinsamlegu orð hafi verið mælt af einlægni. Auk farþega Heklu, sem auðvitað voru þarna allir með tölu, var þarna fjöldi Norðmanna. Þarna var ekkert undirlendi, en hallandi gras- brekka, allbrött, niður að sjó, en skógur hið efra. Var næstum öll brekk- an þakin samkomugestum og var áberandi, hve mikið var þarna af bömum og ungu fólki, sem sýndi, að fólk hafði sópazt af heimilunum til þess að vera viðstatt athöfnina. Ég hefi oft gert mér það til gamans, allt frá æsku, er ég fer framhjá kindahópi, að kasta lauslega tölu á einhvern hluta hans, bera þann hluta síðan saman við allan hópinn og áætla þannig heildartöluna. Nú fór ég eins að. Taldi lauslega nokkurn hluta samkomugesta hópsins og áætlaði út frá því, að þarna væru a. m. k. 5000 manns samankomnir. Blaða- maður frá Bergen, sem þarna var staddur, hafði verið að ympra á ca. 2000 viðstöddum, en það nær engri átt, enda var hann ekki gamall smali heiman frá Islandi. Það fyrsta, sem vakti athygli mína og undrun, er Hekla nálgaðist Noregs-strönd, innan við Skerjagarðinn, var að þar er lítt eða ekki um sker að ræða í íslenzkri merkingu þess orðs. Skerjagarðurinn er nær óslitin röð af eyjum. Og þær hafa sannarlega lítinn svip af eyjum hér við land. Að vísu rísa þær sæbrattar úr sjó, en eru nær allar sem bunguvaxnir hólar í lögun, en þessir hólar eru sumir hverjir heil fjöll. Undirlendi var hinsvegar ekkert sjáanlegt, hvorki þar né í fjörðunum í Noregi. Hér kemur til greina hinn mikli munur á norskum og íslenzkum bergtegund- um. Noregur er allur byggður upp af fomgrýti, þ.e. granít o.s.frv. Þær bergtegundir veðrast og eyðast að vísu fyrir áhrif vinda og vatns, en mjög hægt, og þeirra affall er aðeins leir. Hrun úr bergi sést hvergi, svo hægt sé að telja. Islenzka blágrýtið og grágrýtið veitir eyðingaröflunum, veðrum, vatni og frosti margfalt minna viðnám. Þær bergtegundir springa og molna niður, auk eðlilegrar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.