Húnavaka - 01.05.1962, Qupperneq 58
56
HÚNAVAKA
að þrátt fyrir sitt skógleysi, þolir ísland ágæta vel samanburð við Noreg,
vestanfjalls a.m.k.
Hekla lagði upp frá Stafangri í heimförina undir stjórn fyrsta stýri-
manns, en skipstjórinn, Asgeir Sigurðsson, varð þar bráðkvaddur kvöld-
ið áður. Sviplegt fráfall, en góður dauðdagi eldri manni, sem var að láta
af störfum sökum heilsubilunar.
Komið var við í Færeyjum á heimleiðinni og stanzað þar stund úr
degi, farið var til Kirkjubæjar og okkur sýndur sá sögufrægi staður og
sögð saga hans. Var okkur boðið til kaffidrykkju í „Reykstofunni“,
sem er talin vera eitt elzta hús, sem til er, byggt úr timbri, enda eru við-
irnir ósmáir.
í Þórshöfn var farþegum Heklu einnig boðið til kaffidrykkju m. m.,
í ljómandi myndarlegu hóteli, sem þar hefir verið byggt. Voru móttökur
Færeyinga með ágætum og vinsamlegar að sama skapi. Frá Færeyjum
var svo haldið heim og komið til Reykjavíkur 26. september. Hygg ég
að fáir eða engir, sem þátt tóku í þessari för, hafi iðrast þess. Og senni-
legt þykir mér, að fátt eða ekkert hafi verið gert og kostað af almannafé
er öll þjóðin var jafn samstæð og samhuga um sem það, að færa Norð-
mönnum Ingólfsstyttuna að gjöf, sem sýnilegt tákn ættartengsla þessara
þjóða, sem meir en nokkuð annað ætti að duga þeim til gagnkvæmrar
vináttu um margar ókomnar aldir.
Blönduósi, 18. marz 1962.