Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Side 63

Húnavaka - 01.05.1962, Side 63
HÚNAVAKA 61 er ann frelsinu og hefur sér að helgigöngumerki hinn rauða krossfána frá söguöld. En ferðamaðurinn heldur áfram. Hann hugleiðir örlög þessa danska prests, er mælti fyrir munn þjóðar sinnar. Þessi raust hans og örlög minna á raust Leonídasar forðum daga, og letur minninganna í Lauga- klifi. Leiðin liggur áfram til hinna gróðurlitlu Jótlandsheiða með lágvöxnu kjarri. En von bráðar cr komið til Lmmubæjar, sem er á lágri öldu milli Gudenvatns og Mosvatns, þar stóð Omt klaustur, er var eitt af auðugustu klaustrum Danmerkur. Klaustrið var af reglu Cistersinga, er var upprunnin frá Benedikts- munkareglu. „Biðja og iðja“ var kjörorð þeirra. Þeir skiptust í leik- bræður úr alþýðustétt, en munka úr æðri stéttum. Klaustur þeirra ráku mikla jarðyrkju og búpeningsrækt. Þeir munu hafa stundað mikið lækn- ingar. Líf þeirra og húsakynni skyldi vera án alls íburðar og voru þeir oft nefndir grámunkar á Norðurlöndum. Sagt var að Benediktsmunkar byggðu klaustur sín á hæðum og fjöll- um og Cistersingareglan á láglendi við vötn og höf. Við sjáum að áhrifa þessa gætir á staðsetningu Þingeyraklausturs, er var af Benediktsreglu, en klaustrið stóð á rima milli Húnavatns og Hópsins. Sagan segir að sjö ár hafi hópur munka verið að leita sér að hæfum stað í Árósastifti til klausturseturs, unz þeir ákv'áðu Ömt til klausturs, er var umgirt vötnum og mýrum á alla vegu. Klaustrið var stofnsett 1172 og risu þar brátt miklar byggingar. Um það bil, er þessi regla kom til Danmerkur, höfðu mcnn lært að brenna tígulstein og margar klaustur- og kirkjubyggingar reisti regla þessi af munkasteini. Enda var hér brennsluofn og margs konar smíðaverkstæði. Enda þurfti margs við í klaustrunum. Oss er kunnugt að í frumkristninni var eitt af höfuðboðorðum safn- aðanna, að vitja fátækra og vanheilla og sjúkra. Einnig er kirkjan komst til auðs og valda, innti hún af höndum merk læknisstörf. Eigi var þetta sízt í klaustrunum. Þar var þetta vel skipulagt, þar sem fengu skjól og aðhlynningu munaðarlausir, fátækir, ellimóðir og veikir. Það er vitað mál að í Danmörku voru hin stærstu klaustur gistiheimili og sjúkrahús með læknishjálp. En lengi vel vissu menn eigi hvers konar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.