Húnavaka - 01.05.1962, Síða 68
PÁLL JÓNSSON:
Atvinnuvegir í Höfdakaupstaö
Fiskveiðar:
Það er kvöld i janúar síðla. Klukkan er að verða 8. Skipstjórinn hefur
kalláð skipshöfnina. Tíu menn búa sig til sjóróðrar, eins og það er enn
kallað, þó að nú sé langt síðan, að ár hafi verið snert í fiskiróðri, enda
báturinn 55 tn. Fimm þessara manna eru raunverulega sjómenn. Hinir
eru landmenn. Þeir fóru á fætur kl. rúmlega 4 síðast liðna nótt til að
beita, en allir hjálpast þeir að flytja línustampana um borð í bátinn, og
stafla þeim miðskipa og afturá, þar sem rúm er. Einn vörubifreiðarstjóri
hefur verið ráðinn við bátinn, til flutnings á bjóðum í beituskúr og
þaðan til báts aftur, og til að flytja fiskinn í frystihúsið.
Það er logn og stjörnubjart, en útlitið er ekki tryggt. Veðurskeytin
hafa boðað veðurbreytingu.
Þegar kaupstaðarbúar búa sig undir að hátta og sofa i hlýjum húsum
og mjúkum rúmum, leysir báturinn landfestar og leggur á miðin, djúpt
norður fyrir Skaga, Sporðagrunn eða jafnvel í Reykjafjarðarál.
Það er myrkur. Sjómenn taka vaktir, tveir og tveir. Bátnum er stýrt
eftir áttavitanum og sjókortinu. Það er komið á miðin. Línan er lögð.
Það er að hvessa á norðan. Sjóirnir hafa hækkað, eftir því sem norðar
kom og hvessti. Uthafsöldurnar hreykja kambinn, hvítfextar. Það er
kuldalegt og einmanalegt. Einn maður stendur „baujuvaktina11 við stýr-
ið á bátnum. Aðrir hafa „lagt sig“. Hann má ekki dotta á verðinum.
Hann beitir sér til hins ítrasta móti storminum og risháum hafmeyjum
norðursins. Þær eru ekki blíðar eða ástleitnar nú, en sækja fast fram.
Og tíminn líður við stormgný og öldusog.
Þegar líður á nóttina (kl. 3-4) er línan dregin. Verður þá hver sjó-
maður að vera í sínu rúmi, við sitt ákveðna starf. Skipstjórinn stendur
við stýrið rólegur að sjá og hefur gát á öllu. Veðrið hefur aukizt og öld-