Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Síða 68

Húnavaka - 01.05.1962, Síða 68
PÁLL JÓNSSON: Atvinnuvegir í Höfdakaupstaö Fiskveiðar: Það er kvöld i janúar síðla. Klukkan er að verða 8. Skipstjórinn hefur kalláð skipshöfnina. Tíu menn búa sig til sjóróðrar, eins og það er enn kallað, þó að nú sé langt síðan, að ár hafi verið snert í fiskiróðri, enda báturinn 55 tn. Fimm þessara manna eru raunverulega sjómenn. Hinir eru landmenn. Þeir fóru á fætur kl. rúmlega 4 síðast liðna nótt til að beita, en allir hjálpast þeir að flytja línustampana um borð í bátinn, og stafla þeim miðskipa og afturá, þar sem rúm er. Einn vörubifreiðarstjóri hefur verið ráðinn við bátinn, til flutnings á bjóðum í beituskúr og þaðan til báts aftur, og til að flytja fiskinn í frystihúsið. Það er logn og stjörnubjart, en útlitið er ekki tryggt. Veðurskeytin hafa boðað veðurbreytingu. Þegar kaupstaðarbúar búa sig undir að hátta og sofa i hlýjum húsum og mjúkum rúmum, leysir báturinn landfestar og leggur á miðin, djúpt norður fyrir Skaga, Sporðagrunn eða jafnvel í Reykjafjarðarál. Það er myrkur. Sjómenn taka vaktir, tveir og tveir. Bátnum er stýrt eftir áttavitanum og sjókortinu. Það er komið á miðin. Línan er lögð. Það er að hvessa á norðan. Sjóirnir hafa hækkað, eftir því sem norðar kom og hvessti. Uthafsöldurnar hreykja kambinn, hvítfextar. Það er kuldalegt og einmanalegt. Einn maður stendur „baujuvaktina11 við stýr- ið á bátnum. Aðrir hafa „lagt sig“. Hann má ekki dotta á verðinum. Hann beitir sér til hins ítrasta móti storminum og risháum hafmeyjum norðursins. Þær eru ekki blíðar eða ástleitnar nú, en sækja fast fram. Og tíminn líður við stormgný og öldusog. Þegar líður á nóttina (kl. 3-4) er línan dregin. Verður þá hver sjó- maður að vera í sínu rúmi, við sitt ákveðna starf. Skipstjórinn stendur við stýrið rólegur að sjá og hefur gát á öllu. Veðrið hefur aukizt og öld-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.