Húnavaka - 01.05.1962, Page 78
76
HÚNAVAKA
Á þinginu var samþ)kkt tillaga þess efnis, að skora á Búnaðarsam-
band Húnvetninga til samstarfs nm að vinna að fegrun og snyrtingu
á umhverfi sveitabæja og kauptúna í sýslunni.
Ráðgert var að halda hátíðlegt 50 ára afmæli U.S.A.H., sem er á
þessu ári. f því tilefni munu nokkrir ungmennafélagar verða gerðir að
heiðursfélögum U.S.A.H.
Stjórn sambandsins var öll endurkjörin, en hana skipa:
Ingvar Jónsson, Skagaströnd, formaður, Pétur Sigurðsson, Skeggs-
stöðum, gjaldkeri, Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli, ritari, og varafor-
maður er Torfi Sigurðsson, Mánaskál.
S. Á. J.
VITIÐ ÞIÐ?
Að pósthúsið á Blönduósi sendi árið 1961 frá sér 5351 póstávísun,
alls að upphæð 6.365.024,00 kr.
Tók á móti 4681 póstkröfu, sendi áfram 1134 af þeim. Innleystar
póstrköfur urðu því 3547 talsins og verðgildi þeirra nam tæpum 3,5
millj. kr.
Að frímerki voru seld fyrir 133.752,30 krónur og sparimerki fyrir
93.309,00 krónur.
Að aðkomnar almennar sendingar, þ.e.a.s. blöð og almenn bréf, voru
138.750 — og póstlagðar 17.950.
Að skrásettar sendingar (þ.e. ábyrgðarpóstur), sem sendar voru frá
pósthúsinu voru 4.583 að tölu.
Að haustið 1961 var slátrað 39.120 kindum eða 4.890 fleiri en árið
áður hjá S.A.H. Blönduósi.
Að árið 1961 var innvegin mjólk í mjólkursamlagið á Blönduósi
2.872.259 kg. eða 128.470 kg. meiri en árið á undan.
Að við síðasta manntal 1. des. 1961 voru 604 íbúar á Blönduósi, 629
íbúar á Skagaströnd og 1139 íbúar í sveitunum eða alls 2372 íbúar í
A-Hún.