Húnavaka - 01.05.1962, Síða 79
Frá Skógræktarfélagi
Austur-Húnavatnssýslu
Félagið var stofnað 14. maí 1944. Meginverkefni þess hefir verið út-
vegun á trjáplöntum til einstaklinga og félagasamtaka í héraðinu, auk
þess styrkt nokkuð með fjárframlögum girðingar um skógræktarreiti,
en þeir munu vera fast að tuttugu viðs vegar um sýsluna.
Flestir eru reitir þessir frá 1 til 5 ha. að stærð. Undantekning er þó
Hrútey og skógargirðing Jóns Pálssonar í Sauðanesi 25 ha. en þar hef-
ur verið unnið mest af einstaklingi að niðursetningu trjáplantna.
Á árunum 1960 og 1961 hafa verið gróðursettar í A-Hún. samtals
ca. 25 þús. plöntur aðallega barrplöntur á aldrinum 3-5 ára, þar af
í Áshreppi 10.060 og á Blönduósi 7.300 plöntur.
Á s.l. hausti afhentu hjónin frú Helga Jónsdóttir og Steingrímur
Davíðsson fyrrv. skólastjóri, Skógræktarfélaginu jörðina Gunnfríðar-
staði í Svínavatnshreppi til skógræktar. Félagið þakkar þessa höfðinglegu
gjöf-
Nú þegar hefir allt land þar austan sýsluvegarins verið afgirt, (ca.
25 ha.) og er áformað að hefja niðursetningu trjáplantna á komandi
vori.
Stjórn félagsins skipa: Gísli Pálsson, bóndi Hofi, form., frú Dóm-
hildur Jónsdóttir, Höskuldsstöðum, gjaldk., Páll Jónsson, skólastjóri,
Skagaströnd, ritari og meðstjórnendur þeir Jón Isberg, sýslum. Blöndu-
ósi og Holti Líndal, bóndi, Holtastöðum.
Gísli Pdlsson, Hofi