Húnavaka - 01.05.1962, Page 86
84
HÚNAVAKA
eftir volkið. Rúneberg sagðist hafa drukkið 8 bolla af kaffinu. Það stóð
allt á botni í okkur. Svo er nú lagt af stað, en við gátum ekki farið nerna
hægt, því snjórinn var jafndjúpur, í sokkabandsstað og hné. Við kom-
umst lukkulega ofan. Komum í Forsæludal í skímu um kvöldið.
Það er af þeim hrossum að segja, sem áttu að vanta, að það gat allt
eins verið að þau hefðu aldrei á heiðina farið. Það var þess vegna engin
furða, þó við yrðum ekki varir við þau.
Hvorugur okkar Rúnebergs hafði neitt illt af þessu ferðalagi, þótt
kaldsamt væri. Þakka ég það því að við vorum vel klæddir, í ullarnær-
fötum, svo að bleytan var okkur ekki eins tilfinnanleg.
Það ættu allir, sem ferðast, hvort heldur er á sjó eða landi, að athuga
það að búa sig sem mest í ullarnærföt áður en þeir fara að heiman í
vetrarferðir, en spilla ekki heilsu sinni með hégómlegum klæðnaði.
Það geta alltaf komið fyrir tafir og hrakningar á langri leið.
Bezt að geta tekið rólega á móti erfiðleikunum.
Grímstungu, marz 1962.