Húnavaka - 01.05.1962, Page 87
Húnavakan
verður haldin 7.—14. apríl n.k.
LEIKFÉLAG BLÖNDUÓSS sýnir sjónleikinn „Ráðskona Bakka-
bræðra“ alla daga nema þriðjudag. Sýningamar hefjast kl. 8 að kvöldi
nema sunnudag er sýnt kl. 4 og laugardaginn þann 14. hefst sýning
kl. 9 e. h.
KARLAKÓR BÓLSTAÐARHLÍÐARHREPPS er með sjónleikinn
„Upp til selja“, kórsöng og skemmtiþætti á þriðjudag kl. 8 e.h. og á
laugardag þann 14. kl. 4 e.h.
U.M.F. HVÖT á Blönduósi sýnir sjónleikinn „Hjónabandsskrifstofan
Amor“ ásamt gamanþáttum o.fl. á sunnudag kl. 8 e.h. og á föstudag kl.
5 e.h.
KVENFÉLAGIÐ VAKA á Blönduósi sýnir sjónleikinn „Vinnukonu
vantar“ og er með kvartettsöng, skrautsýningu og gamanvísur á mið-
vikudag kl. 5 og fimmtudag kl. 5 e.h.
KARLAKÓRINN VÖKUMENN eru með kórsöng, mælskukeppni,
hagyrðingaþátt, leikþætti o.fl. á mánudag kl. 8 og á laugardaginn 14.
kl. 7 e.h.
LIONSKLÚBBUR BLÖNDUÓSS er með skemmtiþætti (þ.e. svip-
myndir, gamanþætti í bundnu og óbundnu máli) kl. 5 e.h. á mánudag.
KVENFÉLAGASAMBAND A-HÚN. er með barnaskemmtun (leik-
þætti og söng) kl. 5 e.h. á þriðjudag.
SKÓGRÆKTARFÉLAG A-HÚN. er með dagskrá kl. 4, laugar-
daginn 7. apríl: Ávarp, vísnaþátt (kunnir hagyrðingar), spurningaþátt,
eitt lítið hótelljóð og kvikmynd.
KVIKMYNDIR verða sýndar alla daga og hefjast sýningar kl. 2 e.h.
FÖSTUDAG og LAUGARDAG verður sýnd á sama tíma kvik-
myndin „Húnabyggð“.
DANSAÐ verður öll kvöldin á Hótel Blönduós og tvö síðustu kvöldin
verður einnig dans í Samkomuhúsinu. Dansleikur fyrir börn og ungl-
inga verður á þriðjudagskvöld og ókeypis aðgangur fyrir konur á ísl.
búning á fimmtudagskvöld.
Samkvœmt frétt frá U.S.A.H.