Húnavaka - 01.05.1962, Page 88
Ymsir fréttapistlar
Ein af mikilvægustu stofnunum héraðsins, sem lætur lítið yfir sér,
á ört vaxandi viðkiptum að fagna, þó að húsakostur vaxi ekki að sama
skapi; það er Sparisjóðurinn á Blönduósi.
Innstæðufé var um síðustu áramót tæpar 15 millj. króna og hafði
vaxið um 3,3 millj. kr. á árinu 1961.
Vextir af innstæðufé 1961 urðu 867 þús. kr.
Heildarveltan var 114 millj. kr. 1961 og hafði aukizt um 24 millj.
kr. frá fyrra ári.
Til samanburðar má geta þess að innstæðufé var 2,8 millj. kr. í árs-
byrjun 1948 og heildarvelta ársins 1947 var 11,2 millj. kr.
Fé lánað á víxlum var 8,1 millj. kr. á árinu 1961 og var það nær allt
lánað til framkvæmda innanhéraðs. Árið 1947 voru víxlalán aftur á
móti ekki nerna 1,4 millj. kr.
Sparisjóðsstjóri síðan 1947 hefur verið Hermann Þórarinsson oddviti
Blönduósi.
S. Á. J.
Að bifreiðaeign Húnvetninga er 447 skrásettar bifreiðar, og til eru
ca. 430 dráttarvélar í Húnavatnssýslu.
Að nemendur í bama- og unglingaskólanum á Blönduósi eru í allt
154.
Að skákmeistari Norðurlands 1962 er Jónas Halldórsson á Leysingja-
stöðum í Þingi. Var hann það einnig árið 1960.
Að Lionsklúbburinn hefur gefið blóðrannsóknatæki til Héraðshælis-
ins á Blönduósi.
Að s.l. ár voru ræktunarframkvæmdir svipaðar og árið 1960 eða
160 ha. af nýræktuðu túni og 27*/2 km. af vélgröfnum skurðum eða
97 þús. rúmmetrar.
S. Á. J.