Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 6
4
HÚNAVAKA
Þegar skáldið hefur flutt þetta erindi, verður talsverður órói í
veizlusalnum, því að engum blandaðist hugur um, að ein hefðar-
frúin, sem í veizlunni var, átti stærsta skammtinn í vísunni. Þessi
hefðarfrú yfirgaf veizlusalinn í fússi.
Þegar kyrrð var aftur komin á, hélt skáldið áfram ljóðalestri sín-
um, las næstu vísu, sem hljóðar svo:
„Kom ég þar, sem víf og ver
efnasnauð áttu bú
ærið lágum í ranni;
saman ánægð undu sér
ötull halur og þriflegur svanni;
henni bóndinn ástum ann,
blíðu með honum hún
liverja sorgar und græddi,
glöð og iðin verk sitt vann,
veginn örðuga stillingu þræddi.
Þegar hjón ég þessi sá,
það orð munni leið mér frá:
Ó, hve lífsins ok er létt,
indælt gjörir það hjónabands stétt.“
Áfram var veizlunni svo haldið. Ekki er annars getið, en að hún
hafi orðið hin skemmtilegasta. Jón Thoroddsen getur þess, að dag-
inn eftir hafi verið „eftirdrykkja", eins og hann orðar það.
II.
Það eru sannarlega ólitlar andstæður, sem Jón Thoroddsen nefnir
í framansögðum brúðkaupsvísum. Annars vegar er heimili, þar sem
hjónin „kýttu kvöld og dag“. Þar er konan skapillt skass, börnin
örg í skapi og hirðulaus. Þegar skáldið skyggnist inn í Jretta vand-
ræða heimili, getur það ekki orða bundizt, en segir, að sennilega
muni bruni vera betri en slíkur búskapur. Ekki skorti svo sem efni
né völd á því heimili, nei, hér var um voldugt heimili að ræða.
En í síðari vísunni segir hann frá því, þegar hann kemur á heimili,
þar sem hvorki auður né völd hafa hásæti. Þar búa fátæk hjón í lág-
lim húsakynnum. En Jrau eru ánægð og una við sitt. Húsbóndinn