Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 10
8
HÚNAVAKA
8. Hvorugt brúðhjónanna má þiggja sveitastyrk, né hafa notið
hans síðan þau komust úr ómegð, nema hann sé endurgold-
inn.
9. Ekki má hann hafa verið lagt niður gegn hjónabandinu hjá
sýslumanni eða bæjarfógeta, ef banninu er síðan framfylgt
með löghoðnum hraða, nema það hafi verið ógilt með dómi
eða á annan hátt, t. d. með sátt.
10. Brúðhjónaefnin verða að sanna, að þau hafi fengið harnabólu
eða hafi verið bólusett.
Hér ljúkum við þessari upptalningu. En auðvitað voru það ýmis
önnur skilyrði, sem sett voru fyrir stofnun hjúskapar. Þetta voru
nú lielztu boðorðin á þeim vettvangi, að því er almenning snerti.
Það var nú svo, að ef framansögð skilyrði væru ekki fyrir liendi að
fullu, mátti búast við því, að einhver lýsti því yfir, annaðhvort í
kirkju í áheyrn safnaðarins eða í einrúmi við prestinn. Það var kall-
að að segja meinbugi á ráðahag.
Þrátt fyrir allar þessar torfærur tókst þó, sem betur fór, flestum
þeim, sem það ætluðu sér, að ná heilu og höldnu i „friðsæla höfn
hjónabandsins", eins og það svo fagurlega var kallað, þó að það
reyndist ekki alltaf „friðarhöfn".
IV.
Jæja, nú er svo komið, að brúðhjónin, sem hafa farið til prests-
ins og veitt honum nauðsynlegar upplýsingar, virðast hafa allt í lagi,
sem snert getur hjónabandið að landslögum. Þá biðja þau prestinn
að lýsa með sér.
I helgisiðabók frá þessum tíma segir svo um lýsingar:
— Áður en brúðhjón má gefa saman, á að lýsa með þeim af pré-
dikunarstól 3 sunnudaga, hvern á eftir öðrum í messunni í þeim
söfnuði, þar sem brúðurin á heimili. En sé þar sjaldan messað, virð-
ist einnig mega lýsa við sóknarkirkju brúðgumans, þegar hún er í
sama prestakalli. Líði 3 mánuðir milli lýsinga, verður að lýsa upp
aftur. Frá því að láta lýsa með sér eru undanþegnir: aðalsmenn, lög-
tignaðir embættismenn og synir þeirra í 3 fyrstu flokkunum, og
þeir, sem fá til þess konunglegt leyfisbréf. Brúðguminn á að biðja
hlutaðeigandi sóknarprest nokkrum dögum fyrirfram að lýsa með
sér, og ritar presturinn það jafnskjótt í kirkjubókina.